Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. október 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Elías Pétursson formaður
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
  • Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Svæði fyr­ir lausa hunda í Mos­fells­bæ201005206

    Lögð fram endurskoðuð tillaga umhverfisstjóra að mögulegum staðsetningum afgirts svæðis þar sem leyft verði að láta hunda ganga lausa. Frestað á 350. fundi.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur um­hverf­is­sviði nán­ari úr­vinnslu máls­ins.

    • 2. Völu­teig­ur 8, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201309295

      Byggingarfulltrúi óskar aftir áliti skipulagsnefndar á því hvort umsókn um að reisa 2 m girðingu utan um lóðina samræmist deiliskipulagi. Frestað á 350. fundi.

      Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd­ir við upp­setn­ingu girð­ing­ar­inn­ar en legg­ur áherslu á að á lóð­inni verði þrifa­leg starf­semi.

      • 3. Reykja­dal­ur 2, ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi2013082105

        Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt með bréfi dags. 18.9.2013. Grenndarkynningu lauk 2.10.2013 með því að allir þátttakendur höfðu lýst yfir samþykki sínu með áritun á uppdrátt.

        Skipu­lags­full­trúa er fal­ið að ann­ast gildis­töku deili­skipu­lags­breyt­ing­ar­inn­ar.

        • 4. Flugu­bakki 10 - Til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi201109449

          Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt 5. september 2013 með athugasemdafresti til 4. október 2013. Engin athugasemd barst.

          Skipu­lags­full­trúa er fal­ið að ann­ast gildis­töku deili­skipu­lags­breyt­ing­ar­inn­ar.

          • 5. Sam­ræm­ing á deili­skipu­lagi "Frá Reykjalund­ar­vegi að Húsa­dal"2013082018

            Framhaldsumfjöllun frá 350. fundi. Tillaga sem þar var til umfjöllunar var lögð fram í búningi formlegrar tillögu að breytingu á skipulagsskilmálum.

            Frestað.

            • 6. Bjarg­slund­ur 2, ósk um breyt­ingu úr ein­býl­is­húsi í par­hús201305206

              Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt með bréfi dags. 18.9.2013. Grenndarkynningu lauk 9.10.2013 með því að þátttakendur höfðu lýst yfir samþykki sínu með áritun á uppdrátt.

              Nefnd­in sam­þykk­ir skipu­lags­breyt­ing­una með þeirri breyt­ingu, að há­mark­s­mæn­is­hæð verði 7,0 m. Skipu­lags­full­trúa er fal­ið að ann­ast gildis­töku deili­skipu­lags­breyt­ing­ar­inn­ar svo breyttr­ar.

              • 7. Að­al­skipu­lag 2011-2030, end­ur­skoð­un á AS 2002-2024200611011

                Lögð fram lausleg áætlun um kostnað við útgáfu uppdrátta og greinargerðar aðalskipulagsins á prentuðu formi.

                Frestað.

                • 8. Krika­hverfi, deili­skipu­lags­breyt­ing­ar 2012201210297

                  Greint verður frá fundi með íbúum Krikahverfis 10.10.2013 um umferð, gönguleiðir og frágang á torgi í miðju hverfisins.

                  Frestað.

                  • 9. Land nr. 175253, fyr­ir­spurn um við­bygg­ingu við frí­stunda­hús201310131

                    Anna Aradóttir og Árni Konráðsson óska eftir því 8. sept. 2013 að fá að byggja glerskála við frístundahús sitt og bátaskýli á lóðinni, sbr. meðfylgjandi skissur. Byggingarfulltrúi óskar eftir afstöðu skipulagsnefndar til erindisins.

                    Frestað.

                    • 10. Lág­holt 6, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201310005

                      Jóhanna Jónsdóttir sækir þann 1. okt. 2013 um leyfi til að stækka bílskúr um 12,5 m2 skv. meðf teikningum. Byggingarfulltrúi vísar málinu til meðferðar hjá skipulagsnefnd, þar sem umsóknin fellur undir 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

                      Frestað.

                      • 11. Hlíð­ar­tún 11, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201310135

                        Ásgeir Jamil Allansson og Bára Einarsdóttir sækja um leyfi til að byggja 88 m2 bílgeymslu í NA-horni lóðarinnar. Byggingarfulltrúi vísar málinu til meðferðar hjá skipulagsnefnd, þar sem umsóknin fellur undir 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

                        Frestað.

                        Fundargerðir til kynningar

                        • 12. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 235201310016F

                          Fundargerð lögð fram.

                          Fund­ar­gerð 235. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 351. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                          • 12.1. Land nr. 175253, fyr­ir­spurn um við­bygg­ingu við frí­stunda­hús 201310131

                            Anna Ara­dótt­ir og Árni Kon­ráðs­son óska eft­ir því 8. sept. 2013 að fá að byggja gler­skála við frí­stunda­hús sitt og báta­skýli á lóð sinni úr Úlfars­fellslandi norð- vest­an Hafra­vatns, sbr. með­fylgj­andi skiss­ur.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram.

                          • 12.2. Hlíð­ar­tún 11, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201310135

                            Ás­geir Jamil All­ans­son og Bára Ein­ars­dótt­ir sækja um leyfi til að byggja 88 m2 bíl­geymslu við NA-horn lóð­ar­inn­ar.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram.

                          • 12.3. Laxa­tunga 10, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201310060

                            Árni Ein­ar­son Skelja­tanga 1 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að breyta innra fyr­ir­komu­lagi á efri hæð húss­ins nr. 10 við Laxa­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                            Heild­ar­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram.

                          • 12.4. Laxa­tunga 167, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201309272

                            Hlöðver Már Brynj­ars­son Kóngs­bakka 6 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja ein­býl­is­hús og bíl­geymslu úr stein­steypu í ein­angr­un­ar­mót­um á lóð­inni nr. 167 við Laxa­tungu sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                            Stærð: Íbúð­ar­rými 179,1 m2 , bíl­geymsla 44,4 m2, sam­tals 811,2 m3.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram.

                          • 12.5. Lág­holt 6, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201310005

                            Jó­hanna Jóns­dótt­ir Lág­holti 6 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka úr timbri bíl­sk­ur að Lág­holti 6 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                            Stækk­un bíl­geymslu 12,5 m2, 37,0 m3.
                            Stærð eft­ir breyt­ingu: Íbúð­ar­rými 131,8 m2, bíl­geymsla 57,8 m2, sam­tals 649,8 m3.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram.

                          • 12.6. Stórikriki 29, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201310054

                            Óð­inn fast­eigna­fé­lag Sig­túni 3 Sel­fossi sæk­ir um leyfi til að breyta stað­setn­ingu ein­býl­is­húss á lóð­inni nr. 29 við Stórakrika sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                            Áð­ur­sam­þykkt­ar stærð­ir húss breyt­ast ekki.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram.

                          • 12.7. Suð­urá 123758, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201309489

                            Júlí­anna R Ein­ars­dótt­ir Suð­urá Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að end­ur­byggja gróð­ur­hús að Suð­urá úr áli, timbri og gleri í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                            Áður skráð­ir mats­hlut­ar 03 og 04 sam­ein­ast og verða skráð­ir mats­hluti 04.
                            Áð­ur­sam­þykkt­ir end­ur­bygg­ing­ar­upp­drætt­ir falli úr gildi.
                            Stærð end­ur­byggðs mats­hluta 04 verð­ur 369,2 m2, 1421,4 m3.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram.

                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00