3. maí 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Helga Kristín Auðunsdóttir aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ósk um skipulagningu lóðar í landi Sólheima við Hólmsheiði201603323
Síminn hefur óskað eftir því að skipulögð verði lóð fyrir gagnaver í landi Sólheima, með möguleikum á uppbyggingu gagnavers í nokkrum áföngum. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar. Frestað á 411. fundi.
Skipulagsfulltrúa falið að senda bæjarráði umsögn skipulagsnefndar.
Bókun S-lista
Fulltrúi samfylkingarinnar telur það ganga í berhögg við nýundirritað svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins að skipuleggja lóð undir gagnaver í landi Sólheima. Svæðið er utan vaxtarmarka nýs svæðisskipulags, innan öryggismarka vatnsverndarsvæðis og innan Græna trefilsins. Starfsemi gagnavers samræmist ekki því skipulagi sem er á svæðinu. Eðlilegt er að bjóða umsækjanda lóð undir gagnaver á svæði sem skipulagt er til iðnaðar eins og á Tungumelum.2. Umsókn um skiptingu lóðar og byggingu sumarhúss við Hafravatn201604157
Erindi Daníels Þórarinssonar og Ingibjargar Norðdahl dags. 13. apríl 2016, þar sem þau óska eftir að fá að skipta 0,5 ha lóð út úr landi sínu við Hafravatn og byggja á henni frístundahús. Frestað á 411. fundi.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu með vísan í stefnumörkun aðalskipulags í kafla 4.11
3. 7 breytingar á aðalskipulagi Kópavogs, verkefnislýsingar til umsagnar201604158
Lögð fram sjö bréf frá skipulagsstjóra Kópavogs, dags. 5.-7. apríl 2016, þar sem verkefnislýsingar fyrir áformaðar breytingar á aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 eru sendar Mosfellsbæ til umsagnar. Breytingarnar eru eftirtaldar: - Vaxtarmörk byggðar, til samræmis við svæðisskipulag - Vatnsvernd, til samræmis við svæðiskipulag - Niðurfelling Kópavogsganga - Sveitarfélagsmörk í þéttbýli og upplandi Kópavogs - Skilgreining miðsvæða - Auðbrekka, skipulagsákvæði þróunarsvæðis - Smárinn vestan Reykjanesbrautar, fjölgun íbúða Frestað á 411. fundi.
Lagt fram.
- Fylgiskjal7-bref-fra-Kopavogsbae-c.pdfFylgiskjalBr-nr-2_Vaxtarmork-lysing.pdfFylgiskjalBr-nr-3_Vatnsvernd-lysing.pdfFylgiskjalBr-nr-4_Kopavogsgong-lysing.pdfFylgiskjalBr-nr-5_Svfelmork-lysing.pdfFylgiskjalBr-nr-6_Midhverfi-lysing.pdfFylgiskjalBr-nr-7_Audbrekka-lysing.pdfFylgiskjalBr-nr-8_Smarinn-lysing.pdfFylgiskjalKopavogur-uppland-3.pdf
4. Skarhólabraut 1, slökkvistöðvarlóð, skipting lóðar.201604166
Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa og skissutillaga, þar sem gerð er grein fyrir hugmynd um að skipta slökkvistöðvarlóðinni og gera austurhluta hennar að sérstakri lóð. Frestað á 411. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að hefja ferli til breytingar á aðalskipulagi og vinnslu tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
5. Umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar 2016-2020201501588
Umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar 2016-2020 lögð fram til samþykktar. Frestað á 411. fundi.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umferðaröryggisáætlun fyrir 2016-2020.
6. Bygging miðalda-höfðingjaseturs í landi Helgafells201601374
Halldór Þorgeirsson og Úlfur Hróbjartsson hafa með bréfi dags. 14. janúar 2016 spurst fyrir um það hvort leyft yrði að reisa "miðalda-höfðingjasetur" á spildu nr. 201201 sunnan Þingvallavegar, á Ásum, sbr. framlögð gögn. Frestað á 411. fundi.
Skipulagsnefnd er jákvæð fyrir erindinu en bendir á að skoða þarf nánar staðsetningu með hliðsjón af stríðsminjum sem eru á svæðinu.
7. Helgafellshverfi, 2. og 3. áfangi, óskir um breytingar á deiliskipulagi201509513
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi fyrir Uglugötu 9-13 var auglýst 15. mars 2016 með athugasemdafresti til 26. apríl. Engin athugasemd barst.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna óbreytta og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið eftir að greidd hafa verið gjöld vegna breytinganna skv. ákvörðun 1249. fundar bæjarráðs.
8. Laxatunga 126-134, ósk um breytingu á deiliskipulagi201601485
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi fyrir Laxatungu 126-134 var auglýst 15. mars 2016 með athugasemdafresti til 26. apríl. Engin athugasemd barst.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna óbreytta og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferli hennar.
9. Krikahverfi, deiliskipulagsbreytingar 2012201210297
Upprifjun á stöðu mála varðandi tillögur að skipulagi umferðar og bílastæða á hverfistorgi og fleiri breytingar í Krikahverfi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta ganga frá tillögu að breytingum á deiliskipulagi í samræmi við umræður á fundinum.
- FylgiskjalÁstæður og efni breytinga.pdfFylgiskjalKrikahverfi, deiliskipulag m. athugasemdum.pdfFylgiskjal140401-002-deiliskipulag 1000.pdfFylgiskjal140401-003-skýringaruppdráttur.pdfFylgiskjalKrikahv_Glærukynning_08042014.pdfFylgiskjalKynning_13-mai-2014 (3 till.).pdfFylgiskjalTorgbref-Storikr-2.pdfFylgiskjalVegna hugmynda Mosfellsbæjar um breytingar á Krikatorgi..pdfFylgiskjalFW: Bréf til framkvæmdastjóra Búseta vegna Litlakrika 1, Mosfellsbæ.pdfFylgiskjalLitlikriki - tillaga að breytingu á torgi..pdf
10. Aðkoma og vegtenging við Heiðarhvamm og Reykjafell201604224
Auður Sveinsdóttir f.h. íbúa í Heiðarhvammi og Reykjafelli óskar eftir því að vegtengingar til þeirra verði skilgreindar. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar.
Framkvæmdastjóra umhverfissviðs falið að vinna áfram með málið í samráði við bréfritara.
11. Leirvogstunga 47-49, ósk um sameiningu lóða.201604343
Guðjón Kr. Guðjónsson f.h. Selár ehf. óskar 4.4.2016 eftir þvi að skoðað verði að sameina tvær einbýlislóðir og byggja þriggja íbúða raðhús á sameinaðri lóð sbr. meðfylgjandi tillögu að grunnmynd.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið til auglýsingar skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga.
12. Lundur, Mosfellsdal, ósk 2016 um breytingar á deiliskipulagi201603043
Lagt fram erindi Helga Hafliðasonar arkitekts f.h. Hafbergs Þórissonar ásamt tillögu að breytingum á deiliskipulagi Lundar frá 2010.
Samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Lund með þeirri breytingu að aðkomuvegur verði eins og á uppdrætti sem lagður var fram á 408. fundi skipulagsnefndar.
13. Reiðleiðir við Reykjahvol og Skammadal201303263
Með bréfi dags. 25.04.2016 ítrekar Sæmundur Eiríksson f.h. reiðveganefndar Harðar ósk um að fundin verði lausn á reiðleiðum við Reykjahvol og tengingum reiðleiða við Skammadal.
Frestað
14. Háholt 13-15, ósk um deiliskipulagsbreytingu vegna sjálfsafgreiðslustöðvar201604339
Með bréfi dags. 28.4.2016 óskar G.Oddur Víðisson arkitekt f.h. lóðarhafa eftir heimild til að gera breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar og koma þar fyrir sjálfsafgreiðslustöð fyrir rafhleðslu og eldsneyti skv. meðfylgjandi teikningu.
Frestað
15. Biðstöð Strætós og lokun Aðaltúns við Vesturlandsveg201604342
Lögð fram tillaga að biðstöð Strætós á Vesturlandsvegi við Aðaltún og lokun gatnamóta Aðaltúns við Vesturlandsveg, unnin af VSÓ ráðgjöf fyrir Mosfellsbæ og Vegagerðina.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að fyrirkomulagi biðstöðvar Strætó og lokun Aðaltúns. Starfsmönnum umhverfissviðs falið að kynna breytingarnar fyrir íbúum.