29. október 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Elías Pétursson formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samræming á deiliskipulagi "Frá Reykjalundarvegi að Húsadal"2013082018
Framhaldsumfjöllun frá 351. fundi. Lagðar fram nánari upplýsingar um lóðarstærðir og nýtingarhlutföll. Frestað á 351. fundi.
Umræður um málið, frestað.
2. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Lögð fram lausleg áætlun um kostnað við útgáfu uppdrátta og greinargerðar aðalskipulagsins á prentuðu formi.
Skipulagsnefnd leggur til að prentuð verði 500 eintök af uppdráttum og 100 eintök af bókinni.
3. Krikahverfi, deiliskipulagsbreytingar 2012201210297
Greint verður frá fundi með íbúum Krikahverfis 10.10.2013 um umferð, gönguleiðir og frágang á torgi í miðju hverfisins. Frestað á 351. fundi.
Skipulagsnefnd felur umhverfisdeild að vinna áfram að málinu í samráði við fulltrúa íbúa sem tilnefndir voru á íbúafundinum.
4. Land nr. 175253, fyrirspurn um viðbyggingu við frístundahús201310131
Anna Aradóttir og Árni Konráðsson óska eftir því 8. sept. 2013 að fá að byggja glerskála við frístundahús sitt og bátaskýli á lóð sinni úr Úlfarsfellslandi norð- vestan Hafravatns, sbr. meðfylgjandi skissur. Frestað á 351. fundi.
Umsækjendum er bent á að byggingar á lóðinni eru að gólffleti þegar komnar í það hámark sem gildandi deiliskipulag leyfir. Viðmiðun aðalskipulags um stærð húsa á svæðinu er hinsvegar rýmri, þannig að mögulegt væri að fallast á breytingar á deiliskipulaginu, sem fælu í sér rýmkun á hámarksstærð. Byggingar nær lóðarmörkum en 10 m verða þó ekki leyfðar.
5. Lágholt 6, umsókn um byggingarleyfi201310005
Jóhanna Jónsdóttir Lágholti 6 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri bílskur að Lágholti 6 í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi vísar málinu til meðferðar hjá skipulagsnefnd, þar sem umsóknin fellur undir 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Frestað á 351. fundi.
Skipulagsfulltrúa er falið að grenndarkynna erindið.
6. Hlíðartún 11, umsókn um byggingarleyfi201310135
Ásgeir Jamil Allansson og Bára Einarsdóttir sækja um leyfi til að byggja 88 m2 bílgeymslu í NA-horni lóðarinnar. Byggingarfulltrúi vísar málinu til meðferðar hjá skipulagsnefnd, þar sem umsóknin fellur undir 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Frestað á 351. fundi.
Skipulagsfulltrúa er falið að grenndarkynna erindið.
7. Gerplustræti 7-11, fyrirspurn um fjölgun íbúða o.fl.201310158
Hannes Örn Jónsson hjá Verkís ehf f.h. lóðarhafans, Glímis ehf, óskar 29.9.2013 eftir afstöðu nefndarinnar til þess að íbúðum í húsinu verði fjölgað úr 23 í allt að 30, með samsvarandi fjölgun bílastæða á baklóð.
Umræður um málið, frestað.
8. 3 lóðir í Auga, ósk um breytingar á deiliskipulagi.201310334
Ingimundur Sveinsson leggur 14.10.2013 fram f.h. Arnar Kjærnested tillögu að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum Gerplustræti 16-22, Gerplustræti 24-26 og Vefarastræti 15-19. Í tillögunni felst m.a. lækkun húsa, fækkun íbúða og að ekki verði bílgeymslur í kjöllurum.
Umræður um málið, frestað.
9. Breytingar á svæðisskipulagi 2013 vegna endurskoðunar aðalskipulags Rvíkur o.fl.201304385
Tillögur að breytingum á svæðisskipulagi voru auglýstar skv. 24. gr. skipulagslaga 9. ágúst 2013 með athugasemdafresti til 20. september 2013. Athugasemdir bárust frá 14 aðilum. Á fundi sínum 18. október 2013 samþykkti svæðisskipulagsnefnd að leggja tillögurnar fyrir sveitarfélögin til samþykktar skv. 23. gr. skipulagslaga og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana, með þeim breytingum sem fagráð svæðisskipulagsnefndar lagði til.
Frestað.
10. Leirvogstunga, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi201305195
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi á lóðum við Voga-, Laxa- og Leirvogstungu, unnin af Teiknistofu arkitekta fyrir LT lóðir ehf.
Frestað.
11. Landnúmer 125620 Þormóðsdal, ósk um byggingu frístundahúss201309155
Kristín Karólína Harðardóttir óskar eftir að samþykkt verði leyfi til að byggja frístundahús á landinu skv. meðfylgjandi teikningum, portbyggt með nýtanlegri rishæð, í stað eldra húss sem brann. Húsið er að ytra útliti og formi alveg eins og hús sem nefndin hafnaði á 350. fundi.
Frestað.
12. Háeyri, ósk um að húsið verði skráð sem íbúðarhús.201310333
Sigurður IB Guðmundsson og Ólöf G Skúladóttir óska 22.10.2013 eftir að hús þeirra að Háeyri, sem skráð er sem frístundahús, verði skráð sem íbúðarhús. Meðfylgjandi eru teikningar af húsinu og afstöðumynd.
Frestað.
13. Lækjartangi í landi Miðdals, umsókn um byggingarleyfi201310136
Tómas Gunnarsson Bleikjukvísl 1 Reykjavík sækir um leyfi til að rífa núverandi sumarbústað landnr. 125186 í Miðdalslandi og byggja á sama stað nýjan bústað úr timbri samkvæmt framlögðum gögnum. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á því hvort umsóknin samræmist gildandi skipulagi.
Frestað.
Fundargerðir til kynningar
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 236201310028F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar á 352. fundi skipulagsnefndar.
14.1. Lækjartangi í landi Miðdals, umsókn um byggingarleyfi 201310136
Tómas Gunnarsson Bleikjukvísl 1 Reykjavík sækir um leyfi til að rífa núverandi sumarbústað landnr. 125186 í Miðdalslandi og byggja á sama stað nýjan bústað úr timbri samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð gamla bústaðarins: 32,7 m2, 135,0 m3.
Stærð nýja bústaðarins: 49,1 m2, 203,3 m3.14.2. Spóahöfði 17, umsókn um byggingarleyfi 201310140
Jónas Árnason Spóahöfða 17 sækir um leyfi til að innrétta 11,1 m2 eins manns vinnuaðstöðu fyrir hárgreiðslu í húsinu að Spóahöfða 17 samkvæmt framlögðum gögnum.
Heildarstærðir húss breytast ekki.
Skipulagsnefnd hefur grenndarkynnt erindið en engar athugasemdir bárust.14.3. Uglugata 56-58, umsókn um byggingarleyfi 201310063
Kristján Örn Jónsson Barðavogi 1 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða,fjögurra íbúða hús úr steinsteypu með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 56 - 58 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir húss : 1. hæð 353,9 m2, 2. hæð 301,6 m2, samtals 2118,8 m3.14.4. Völuteigur 8, umsókn um byggingarleyfi 201309295
Bílapartasalan ehf og Gunnlaugur Bjarnason Lækjartúni 13 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að reisa 2 metra háa netgirðingu á hluta lóðarmarka lóðarinnar nr. 8 við Völuteig í samræmi við framlögð gögn.
Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemdir við afgreiðslu málsins.