Starfsmaður á bæjarskrifstofu
Laus er 50% staða umsjónaraðila eldhúss á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar. Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar eru staðsettar í Kjarna að Þverholti 2 og þar starfa að jafnaði um 45 manns. Bæjarskrifstofan býður upp á hvetjandi starfsumhverfi og setur sér það markmið að vera eftirsóknarverður og aðlaðandi vinnustaður þar sem atvinna og fjölskylduábyrgð fara vel saman.
Starfsmaður á bæjarskrifstofu
Laus er 50% staða umsjónaraðila eldhúss á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar. Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar eru staðsettar í Kjarna að Þverholti 2 og þar starfa að jafnaði um 45 manns. Bæjarskrifstofan býður upp á hvetjandi starfsumhverfi og setur sér það markmið að vera eftirsóknarverður og aðlaðandi vinnustaður þar sem atvinna og fjölskylduábyrgð fara vel saman.
Gæðastund með börnunum
Það er ekki of oft kveðin vísa að heilbrigð og góð tengsl milli foreldra/forráðamanna og barna eru mikilvæg þroska og líðan barna. Barn sem fær allar sínar grunnþarfir uppfylltar eða nýtur ástar og umhyggju, fær næga næringu og finnur fyrir öryggi myndar að öllum líkindum góð tengsl við foreldra sína eða umönnunaraðila.
Gæðastund með börnunum
Það er ekki of oft kveðin vísa að heilbrigð og góð tengsl milli foreldra/forráðamanna og barna eru mikilvæg þroska og líðan barna. Barn sem fær allar sínar grunnþarfir uppfylltar eða nýtur ástar og umhyggju, fær næga næringu og finnur fyrir öryggi myndar að öllum líkindum góð tengsl við foreldra sína eða umönnunaraðila.
Þjónusta við eldri íbúa vekur athygli
Eldri Mosfellingum hefur fjölgað umtalsvert undanfarin ár.
Hátíðin Heimsljós stækkar og stækkar
Ein stærsta heilsuhátíð landsins, Heimsljós, verður haldin í heilsubænum Mosfellsbæ helgina 18.-20. september. Hátíðin hefur virkilega fest sig í sessi sem góð aðsókn í fyrra staðfesti, þar sem fjöldi gesta tvöfaldaðist frá fyrra ári. „Dagskráin í ár er þéttari og flottari en nokkru sinni fyrr, spannar mjög breitt svið andlegrar sem líkamlegrar heilsu,“ segir Vigdís Steinþórsdóttir sem skipuleggur hátíðina ásamt Guðmundi Konráðssyni.
Vettvangskönnun á heiðinni
Undanfarin misseri hefur starfshópur verið að störfum á vegum Mosfellsbæjar sem hefur það hlutverk að skilgreina betur notkun á stígum og slóðum í landi bæjarins. Þann 1. september hélt hópurinn ásamt nokkrum starfsmönnum bæjarins í vettvangskönnun á Mosfellsheiði og skoðaði meðal annars gamla Þingvallaveginn sem lagður var frá Geithálsi til Þingvalla seint á 19. öld.
Fyrstu umferðarljósin
Fyrstu umferðarljósin í Mosfellsbæ voru sett upp við Baugshlíð á dögunum. Þeim er ætlað að bæta umferðaröryggi skólabarna og íbúa á svæðinu. Ljósin eru staðsett við Lágafellsskóla og voru starfsmenn Rafgæða í óða önn að tengja búnaðinn þegar ljósmyndara bar að garði.
Þjóðarsáttmáli um læsi
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ undirrituðu á dögunum Þjóðarsáttmála um læsi. Undirritunin, sem fór fram á Gljúfrasteini, skuldbindur ríkið og sveitarfélagið til að vinna að því með öllum tiltækum ráðum að ná settu markmiði um læsi.
Íbúar athugið - kaldavatnslaust vegna lagfæringa á stofnæð í dag
Vegna lagfæringa á stofnæð vatnsveitu í Baugshlíð þarf að loka fyrir kalt vatn í dag, mánudaginn 28. september kl:15:00. Áætlað er að vatnslaust verði í um þrjá tíma. Ekkert kalt vatn verður þá í Þrastarhöfða, Lágafellsskóla, Íþróttamiðstöðinni Lágafelli, Leikskólanum Huldubergi og Hjallahlíð 19 a,b,c,d, 21 og 23a.
Íbúar athugið - kaldavatnslaust vegna lagfæringa á stofnæð í dag
Vegna lagfæringa á stofnæð vatnsveitu í Baugshlíð þarf að loka fyrir kalt vatn í dag, mánudaginn 28. september kl:15:00. Áætlað er að vatnslaust verði í um þrjá tíma. Ekkert kalt vatn verður þá í Þrastarhöfða, Lágafellsskóla, Íþróttamiðstöðinni Lágafelli, Leikskólanum Huldubergi og Hjallahlíð 19 a,b,c,d, 21 og 23a.
Fjöldi viðburða í alþjóðlegri samgönguviku
Nú er nýlokið í Mosfellsbæ alþjóðlegri samgönguviku, sem fram fer dagana 16. – 22. september á hverju ári um alla Evrópu.
Miðsvæði við Sunnukrika, óveruleg breyting á aðalskipulagi 2011-2030
Bæjarstjórn samþykkti þann 9. september óverulega breytingu, sem felst í því að á miðsvæði við Sunnukrika verða heimilar allt að 100 íbúðir auk annarrar starfsemi sem almennt er heimil á miðsvæðum. Breytingin bíður staðfestingar Skipulagsstofnunar.
Íbúar athugið - kaldavatnslaust vegna lagfæringa á stofnæð
Vegna lagfæringa á stofnæð vatnsveitu í Baugshlíð þarf að loka fyrir kalt vatn mánudaginn 28. september 2015 kl:15:00. Áætlað er að vatnslaust verði í um þrjá tíma. Ekkert kalt vatn verður þá í Þrastarhöfða, Lágafellsskóla, Íþróttamiðstöðinni Lágafelli, Leikskólanum Huldubergi og Hjallahlíð 19 a,b,c,d, 21 og 23a.
Kynning á deildum Aftureldingar
Í dag, fimmtudaginn 24. september er opin kynning á starfsemi Aftureldingar milli kl. 17.00-19.00 fyrir foreldra og/eða forráðamenn. Hvetjum við áhugasama um að koma og kynna sér hvað er í boði fyrir stóra og smáa. Í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá kynna deildir félagsins starfsemi sína og svara spurningum um starfið.
Heimanámsaðstoð fyrir börn í 3. - 6. bekk hjá Mosfellsbæjardeild Rauða Kross Íslands
Sjálfboðaliðar aðstoða börn í 3.- 6. bekk með heimanám og skólaverkefni frá kl.15:00-17:00 alla mánudaga í vetur. Nokkrir háskólanemar standa vaktina og viðveran er auðvitað þátttakendum að kostnaðarlausu. Létt og afslappað andrúmsloft þar sem hver og einn fer á eigin hraða. Tilvalið fyrir börn með námsörðugleika, eða hafa íslensku sem annað tungumál, nú eða bara vilja klára lærdóminn snemma í vikunni. þetta er nýtt verkefni innan Mosfellsbæjardeildar Rauða Krossins.
Ókeypis stærðfræðinámskeið fyrir grunnskólanemendur í Mosfellsbæ
Nýverið gaf Betra nám grunnskólabörnum í Mosfellsbæ (6.-10.bekk) kost á ókeypis grunnnámskeiði í stærðfræði. Um er að ræða vandað stærðfræðinámskeið fyrir nemendur í 6.-10. bekk sem standa illa og þurfa hjálp og er þeim að kostnaðarlausu. Ef barnið þitt fær sjaldan yfir 7 í einkunn í stærðfræði þá er þetta kjörið tækifærið að nýta sér og skrá barnið að kostnaðarlausu.
Bíllausi dagurinn 22. september 2015 - Frítt í strætó
Þriðjudagurinn 22. september er bíllausi dagurinn í samgönguvikunni í Mosfellsbæ.
BMX partí
Efnt verður til hjólabretta- og BMX hátíðar á miðbæjartorgi Mosfellsbæjar í dag, 21. september kl. 16-18. Sett verður upp bretta- og hjólaþrautabraut á miðbæjartorginu og BMX landsliðið mætir og sýnir listir sínar og spjallar við gesti. Allir krakkar boðnir sérstaklega velkomnir.
Hjólreiðastígar í Mosfellsbæ
Hjólareiðastígar liggja víðs vegar um Mosfellsbæ, meðfram strandlengjunni, um Ævintýragarðinn í Ullarnesbrekkum og upp í Mosfellsdal og allt þar á milli. Ennfremur er kominn góður samgöngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur, meðfram Vesturlandsvegi framhjá skógræktinni í Hamrahlíð. Tilkoma hans hefur ýtt undir vistvænar samgöngur milli sveitarfélaganna.