Útboð - Stofnstígur meðfram Vesturlandsvegi
Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í gerð stofnstígs meðfram Vesturlandsvegi, Litli skógur – Brúarland.
Hestamannafélagið Hörður hlýtur Múrbrjótinn 2013
Sýning í Kjarna
Dagana 2. – 12. desember stendur yfir sýning í Kjarna frá leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar í tengslum við Staðardagskrá 21.
Mosfellsbær vann í Útsvari
Bragi, Valgarð og María stóðu sig frábærlega í Útsvarinu, föstudagskvöldið 29. nóvember síðastliðinn!
Ljósin tendruð á Miðbæjartorginu 30. nóvember kl. 16:00
Kveikt verður á jólatré Mosfellsbæjar fyrsta laugardag í aðventu, þann 30. nóvember kl. 16:00 á Miðbæjartorginu.
Mosfellsbær í Útsvari í kvöld
Í kvöld keppir Mosfellsbær á móti Snæfellsbæ í Útsvari.
Ný gjaldskrá hjá Strætó tekur gildi 1. mars 2015
Með breytingum á gjaldskrá Strætó bs. sem tekur gildi 1. mars verða þessar breytingar helstar:
Nýir rekstraraðilar taka við Hlégarði
Vinir hallarinnar og umboðsskrifstofan Prime taka við rekstri félagsheimilisins Hlégarðs.
FRESTAÐ: Opið hús hjá Skólaskrifstofu : Kroppurinn er kraftaverk
Vegna óviðráðanlegra ástæðna færist Opið hús Skólaskrifstofu, Kroppurinn er kraftaverk, sem vera átti í kvöld, fram um eina viku og verður því haldið MIÐVIKUDAGINN 4. MARS kl 20 í Listasal
Gagnlegar upplýsingar um röskun á skólastarfi
Störf við liðveislu í Mosfellsbæ
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir starfsmanni með bílpróf til að annast liðveislu fyrir fertugan mann sem er MS-sjúkdóms. Markmið liðveislu er að veita persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð til að njóta menningar og félagslífs.
Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar skólaárið 2015 - 2016
Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2015-16 fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2015 fer fram frá 01. mars til 15. mars og skulu nemendur sækja grunnskóla eftir búsetu. Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem flytjast til Mosfellsbæjar eða koma úr einkaskólum þarf að fara fram fyrir 1. apríl.
Þróun á rafrænni þjónustu hjá Mosfellsbæ
Mosfellsbær hefur það að markmiði að vera fremst í flokki sveitarfélaga í rafrænni stjórnsýslu. Nú hefur Íbúagátt verið notuð í nokkur ár og er hún í stöðugri þróun til að bæta þjónustuna enn frekar. Nýjasta viðbót gáttarinnar er að gera íbúum viðvart með tölvupósti um að þeirra bíði ný skilaboð í Íbúagátt. Niðurstöður og svör við umsóknum eða erindum bæjarbúa birtast áfram í gáttinni en viðkomandi íbúi fær nú upplýsingar um það í tölvupósti.
Sendiherra Kína á Íslandi í Krikaskóla á Öskudaginn
Sendiherra Kína á Íslandi, Zhang Weidong heimsótti Krikaskóla á öskudaginn.
Íþrótta- og tómstundanefnd auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna 2015
Íþrótta- og tómstundanefnd auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir.
Kærleiksvika hefst á sunnudaginn 15. febrúar
Kærleiksvika verður haldin í fimmta sinn í Mosfellsbæ vikuna 15.- 22. febrúar. Eins og áður er kærleikurinn ofar öllu. Markmið vikunnar er að hver einasti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi öðrum kærleik. Þetta gæti falist í hrósi, faðmlagi, brosi, fallegum skilaboðum eða einhverju öðru uppbyggilegu og skemmtilegu.
Opin vika í Listaskóla Mosfellsbæjar 9. – 13. febrúar 2015
Þá halda nemendur tónleika í leik- og grunnskólum bæjarins, auk þess verða tónleikar í framhaldsskóla Mosfellsbæjar (FMOS) og á Eirhömrum, Hlaðhamrar dvalarheimili.
Forvarnir barna og unglinga í Mosfellsbæ
Hvernig getur samfélagið Mosfellsbær tekið höndum saman um að hlúa að börnum og unglingum?
Nýsköpunarverkefni sveitarfélaga
Á Íslandi hafa ríki og sveitarfélög haft með sér samstarf frá árinu 2012 um veitingu nýsköpunarverðlauna til að hvetja til nýsköpunar hjá ríkisstofnunum og sveitarfélögum. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands hafði frumkvæði að þessu verkefni og heldur úti vefsíðu um nýsköpun hjá hinu opinbera, www.nyskopunarvefur.is. Þar er að finna ýmsar upplýsingar um nýsköpun hjá hinu opinbera og innlenda og erlenda tengla.
Birta Fróðadóttir í Dalsgarði er kona febrúarmánaðar 2015.
Bókasafnið og Héraðsskjalasafnið hafa tekið höndum saman og kynna mánaðarlega konu og/eða konur sem tengjast Mosfellsbæ. Þetta er unnið í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt. Tekin eru saman til kynningar í stuttu máli og myndum helstu atriði um líf og störf hverrar konu og sett á heimasíðu Bókasafnsins og á veggspjald. Veggspjaldið er til sýnis í Bókasafninu ásamt fáeinum munum tengdum hverri konu. Allt eru þetta merkiskonur og tengjast Mosfellssveit á einn eða annan hátt. Hvetjum við bæjarbúa og aðra áhugasama um að koma í heimsókn á bókasafnið og kynna sér þessar merkiskonur Mosfellsbæjar. Heitt á könnunni.