Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. febrúar 2015

    Bóka­safn­ið og Hér­aðs­skjala­safn­ið hafa tek­ið hönd­um sam­an og kynna mán­að­ar­lega konu og/eða kon­ur sem tengjast Mos­fells­bæ. Þetta er unn­ið í til­efni af því að 100 ár eru lið­in frá því að kon­ur á Ís­landi fengu kosn­inga­rétt. Tekin eru sam­an til kynn­ing­ar í stuttu máli og mynd­um helstu at­riði um líf og störf hverr­ar konu og sett á heima­síðu Bóka­safns­ins og á vegg­spjald. Vegg­spjald­ið er til sýn­is í Bóka­safn­inu ásamt fá­ein­um mun­um tengd­um hverri konu. Allt eru þetta merk­is­kon­ur og tengjast Mos­fells­sveit á einn eða ann­an hátt. Hvetj­um við bæj­ar­búa og aðra áhuga­sama um að koma í heim­sókn á bóka­safn­ið og kynna sér þess­ar merk­is­kon­ur Mos­fells­bæj­ar. Heitt á könn­unni.

    Bóka­safn­ið og Hér­aðs­skjala­safn­ið hafa tek­ið hönd­um sam­an og kynna mán­að­ar­lega konu og/eða kon­ur sem tengjast Mos­fells­bæ. Þetta er unn­ið í til­efni af því að 100 ár eru lið­in frá því að kon­ur á Ís­landi fengu kosn­inga­rétt. Tekin eru sam­an til kynn­ing­ar í stuttu máli og mynd­um helstu at­riði um líf og störf hverr­ar konu og sett á heima­síðu Bóka­safns­ins og á vegg­spjald. Vegg­spjald­ið er til sýn­is í Bóka­safn­inu ásamt fá­ein­um mun­um tengd­um hverri konu. Allt eru þetta merk­is­kon­ur og tengjast Mos­fells­sveit á einn eða ann­an hátt. 

    Hvetj­um við bæj­ar­búa og aðra áhuga­sama um að koma í heim­sókn á bóka­safn­ið og kynna sér þess­ar merk­is­kon­ur Mos­fells­bæj­ar. Heitt á könn­unni.

    Kona Fe­brú­ar­mán­að­ar

    Birta Fróðadóttir Birta Fróða­dótt­ir (1919 – 1975) Dansk­ur land­nemi í daln­um – Birta í Dals­garði.
    Birt­he Brow Søren­sen fædd­ist á Sjálandi í Dan­mörku 17. októ­ber 1919. Hún lést 7. ág­úst 1975. Birta lauk námi í hús­gagna­smíði 1942 og síð­ar þriggja ára námi í inn­an­húss­arki­tektúr frá Sko­len for ind­endørs­arki­tekt­ur. Birta Fróða­dótt­ir var það nafn sem hún valdi þeg­ar hún varð ís­lensk­ur rík­is­borg­ari. Birta gift­ist Jó­hanni Jóns­syni 16. októ­ber 1943 og fóru þau heim til Ís­lands með Esj­unni í júlí 1945. 

     

    Sam­an stofn­uðu þau og starf­ræktu garð­yrkju­stöð­ina Dals­garð. Þau eign­uð­ust átta börn.
    Í til­efni kynn­ing­ar á konu fe­brú­ar­mán­að­ar munu Dals­garðs­fólk­ið hitt­ast í kaffi á Bóka­safn­inu fimmtu­dag­inn 5. fe­brú­ar kl. 15:30. Það verð­ur heitt á könn­unni og all­ir vel­komn­ir.

    Kona janú­ar­mán­að­ar var Ólafía Jó­hanns­dótt­ir (1863 – 1924) „Dótt­ir dals­ins“ hún var kölluð móð­ir Th­eresa Ís­lands, fyrsti femín­ist­inn, fyrsti kven­for­stjór­inn og fyrsti fé­lags­ráð­gjaf­inn..

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00