Bókasafnið og Héraðsskjalasafnið hafa tekið höndum saman og kynna mánaðarlega konu og/eða konur sem tengjast Mosfellsbæ. Þetta er unnið í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt. Tekin eru saman til kynningar í stuttu máli og myndum helstu atriði um líf og störf hverrar konu og sett á heimasíðu Bókasafnsins og á veggspjald. Veggspjaldið er til sýnis í Bókasafninu ásamt fáeinum munum tengdum hverri konu. Allt eru þetta merkiskonur og tengjast Mosfellssveit á einn eða annan hátt. Hvetjum við bæjarbúa og aðra áhugasama um að koma í heimsókn á bókasafnið og kynna sér þessar merkiskonur Mosfellsbæjar. Heitt á könnunni.
Bókasafnið og Héraðsskjalasafnið hafa tekið höndum saman og kynna mánaðarlega konu og/eða konur sem tengjast Mosfellsbæ. Þetta er unnið í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt. Tekin eru saman til kynningar í stuttu máli og myndum helstu atriði um líf og störf hverrar konu og sett á heimasíðu Bókasafnsins og á veggspjald. Veggspjaldið er til sýnis í Bókasafninu ásamt fáeinum munum tengdum hverri konu. Allt eru þetta merkiskonur og tengjast Mosfellssveit á einn eða annan hátt.
Kona Febrúarmánaðar
Birta Fróðadóttir (1919 – 1975) Danskur landnemi í dalnum – Birta í Dalsgarði.
Birthe Brow Sørensen fæddist á Sjálandi í Danmörku 17. október 1919. Hún lést 7. ágúst 1975. Birta lauk námi í húsgagnasmíði 1942 og síðar þriggja ára námi í innanhússarkitektúr frá Skolen for indendørsarkitektur. Birta Fróðadóttir var það nafn sem hún valdi þegar hún varð íslenskur ríkisborgari. Birta giftist Jóhanni Jónssyni 16. október 1943 og fóru þau heim til Íslands með Esjunni í júlí 1945.
Saman stofnuðu þau og starfræktu garðyrkjustöðina Dalsgarð. Þau eignuðust átta börn.
Í tilefni kynningar á konu febrúarmánaðar munu Dalsgarðsfólkið hittast í kaffi á Bókasafninu fimmtudaginn 5. febrúar kl. 15:30. Það verður heitt á könnunni og allir velkomnir.
Kona janúarmánaðar var Ólafía Jóhannsdóttir (1863 – 1924) „Dóttir dalsins“ hún var kölluð móðir Theresa Íslands, fyrsti femínistinn, fyrsti kvenforstjórinn og fyrsti félagsráðgjafinn..