Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Hvern­ig get­ur sam­fé­lag­ið Mos­fells­bær tek­ið hönd­um sam­an um að hlúa að börn­um og ung­ling­um?

Verk­efna­hóp­ur meist­ara­nema í verk­efna­stjórn­un við Há­skól­ann í Reykja­vík hef­ur tek­ið að sér að vinna stefnu­mót­un og að­gerðaráætlun á sviði for­varna barna og ung­linga í Mos­fells­bæ. Samn­ing­ur um verk­efn­ið var und­ir­rit­að­ur í gær. Verk­efnalok eru 30. apríl 2015.

For­varn­ir í mál­um barna og ung­linga krefjast víð­tækr­ar sam­stöðu allra sem að mál­um þeirra koma svo sem for­eldra, op­in­berra að­ila og fé­laga­sam­taka. Það er því mik­ill feng­ur að liðsinni meist­ara­nem­anna við mót­un stefn­unn­ar og að­gerðaráætl­un­ar um fram­kvæmd henn­ar. Áhersla er lögð á sam­þætt­ingu verk­efn­is­ins við önn­ur verk­efni sem unn­in eru á veg­um bæj­ar­fé­lags­ins og fjalla um for­varn­ir í mál­um barna og ung­linga, svo sem Heilsu­efl­andi Sam­fé­lags í Mos­fells­bæ og Stað­ar­dag­skrár.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00