Hvernig getur samfélagið Mosfellsbær tekið höndum saman um að hlúa að börnum og unglingum?
Verkefnahópur meistaranema í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík hefur tekið að sér að vinna stefnumótun og aðgerðaráætlun á sviði forvarna barna og unglinga í Mosfellsbæ. Samningur um verkefnið var undirritaður í gær. Verkefnalok eru 30. apríl 2015.
Forvarnir í málum barna og unglinga krefjast víðtækrar samstöðu allra sem að málum þeirra koma svo sem foreldra, opinberra aðila og félagasamtaka. Það er því mikill fengur að liðsinni meistaranemanna við mótun stefnunnar og aðgerðaráætlunar um framkvæmd hennar. Áhersla er lögð á samþættingu verkefnisins við önnur verkefni sem unnin eru á vegum bæjarfélagsins og fjalla um forvarnir í málum barna og unglinga, svo sem Heilsueflandi Samfélags í Mosfellsbæ og Staðardagskrár.
Tengt efni
Stóra upplestrarkeppnin fer fram 27. mars 2025
Fyrsta skóflustunga fyrir íbúðir Bjargs íbúðaleigufélags í Mosfellsbæ
Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög endurnýjaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2025 til loka ársins 2027.