Kærleiksvika verður haldin í fimmta sinn í Mosfellsbæ vikuna 15.- 22. febrúar. Eins og áður er kærleikurinn ofar öllu. Markmið vikunnar er að hver einasti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi öðrum kærleik. Þetta gæti falist í hrósi, faðmlagi, brosi, fallegum skilaboðum eða einhverju öðru uppbyggilegu og skemmtilegu.
Kærleiksvika verður haldin í fimmta sinn í Mosfellsbæ vikuna 15.- 22. febrúar.
Eins og áður er kærleikurinn ofar öllu.
Markmið vikunnar er að hver einasti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi öðrum kærleik. Þetta gæti falist í hrósi, faðmlagi, brosi, fallegum skilaboðum eða einhverju öðru uppbyggilegu og skemmtilegu.
Leikfélagið heiðrað
Sú hefð hefur skapast að heiðra einhverja sem hafa látið gott af sér leiða í bæjarfélaginu og í ár 2015 varð Leikfélagið fyrir valinu. Starfsmenn Ásgarðs munu afhenda þeim kærleiksgrip að gjöf miðvikudaginn 18. febrúar kl. 16:30 í framhaldsskólanum. Leikskólabörn koma og skemmta og nemendur FMOS bregða á leik. Þau Ronja og Birkir úr Matthíasarskógi munu láta sjá sig.
Dagskráin er birt á www.kaerleikssetrið.is og á facebook hóp kærleiksvikunnar en einnig hér
Kærleiksvikan í Mosfellsbæ 15.- 22. febrúar 2015
Sunnudagur 15. febrúar
Spákaffi á Kaffihúsinu Álafossi kl. 15 – 17. (þú færð 15 mín spá á vægu verði)
Kærleikssetrið : Fyrirlestur kl. 14. Viltu öðlast jafnvægi i lífinu. Aðgangur ókeypis
Taize guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 20:00) Sjá www.lagafellskirkja.is
Mánudag 16. febrúar
Nemendur úr Lágafells og Varmárskóla setja kærleiksrík skilaboð á innkaupakerrurnar í Krónunni og Bónus.
Kærleikssetrið : Tarotspá og miðlun kl. 13 – 18
Þriðjudagur 17. febrúar
Kærleikssetrið : Nudd, markþjálfun og heilun og ráðgjöf kl. 13 – 16
Miðvikudagur 18. febrúar
Nærandi samvera í Framhaldsskólanum í Mosó kl 16:30.
Við heiðrum Leikfélag Mosfellsbæjar með gjöf frá Ásgarði. Börn leikskólans Reykjakots heiðra okkur með nærandi samveru. Nemendur FMos bregða á leik.Kærleikssetrið : Heilun og kynning á lífrænum heilsuvörum og gæða kaffi kl. 13 – 18
Fimmtudagur 19. febrúar
Heilunarguðþjónusta í Lágafellskirkju kl. 20. Söngur, bæn, handayfirlagning og smurning. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir.
Kærleikssetrið : Stjörnuheilun og Tarotspá kl. 13 – 16. Skyggnilýsing kl. 20 kr. 2.000
Föstudagur 20. febrúar
Kærleikssetrið : Tarotspá og miðlun kl. 13 – 18
Laugardagur 21.febrúar
Kærleikssetrið : Heilun og talna- og stjörnuspeki kl. 13 – 16
Sunnudagur 22. febrúar
Guðsþjónusta á konudegi í Mosfellskirkju kl. 11:00 Sjá www.lagafellskirkja.is
Spákaffi á Kaffihúsinu Álafossi kl 15 – 17. (þú færð 15 mín spá á vægu verði)
Kærleikssetrið : Konudagurinn – Konudekur kl. 12 – 17
Allir velkomnir að líta við, kærleikskorn og gourmet kaffi á boðstólum.