Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. febrúar 2015

    Kær­leiksvika verð­ur hald­in í fimmta sinn í Mos­fells­bæ vik­una 15.- 22. fe­brú­ar. Eins og áður er kær­leik­ur­inn ofar öllu. Markmið vik­unn­ar er að hver ein­asti bæj­ar­búi finni fyr­ir kær­leik í sinn garð og gefi öðr­um kær­leik. Þetta gæti fal­ist í hrósi, faðm­lagi, brosi, fal­leg­um skila­boð­um eða ein­hverju öðru upp­byggi­legu og skemmti­legu.

    Kær­leiksvika verð­ur  hald­in í fimmta sinn í Mos­fells­bæ vik­una 15.- 22. fe­brú­ar.

    Eins og áður er kær­leik­ur­inn ofar öllu.

    Markmið vik­unn­ar er að hver ein­asti bæj­ar­búi finni fyr­ir kær­leik í sinn garð og gefi öðr­um kær­leik. Þetta gæti fal­ist í hrósi, faðm­lagi, brosi, fal­leg­um skila­boð­um eða ein­hverju öðru upp­byggi­legu og skemmti­legu.

    Leik­fé­lag­ið heiðrað
    Sú hefð hef­ur skap­ast að heiðra ein­hverja sem hafa lát­ið gott af sér leiða í bæj­ar­fé­lag­inu og í ár 2015 varð Leik­fé­lag­ið fyr­ir val­inu. Starfs­menn Ás­garðs munu af­henda þeim kær­leiks­grip að gjöf mið­viku­dag­inn 18. fe­brú­ar kl. 16:30 í fram­halds­skól­an­um. Leik­skóla­börn koma og skemmta og nem­end­ur FMOS bregða á leik. Þau Ronja og Birk­ir úr Matth­ías­ar­skógi munu láta sjá sig.

    Dag­skrá­in er birt á www.kaer­leiks­setr­ið.is og á face­book hóp kær­leiksvik­unn­ar en einn­ig hér

    Kær­leiksvik­an í Mos­fells­bæ 15.- 22. fe­brú­ar 2015

    Sunnu­dag­ur 15. fe­brú­ar

    Spákaffi á Kaffi­hús­inu Ála­fossi kl. 15 – 17. (þú færð 15 mín spá á vægu verði)

    Kær­leiks­setr­ið : Fyr­ir­lest­ur kl. 14.   Viltu öðl­ast jafn­vægi i líf­inu. Að­gang­ur ókeyp­is

    Taize guðs­þjón­usta í Lága­fells­kirkju kl. 20:00)  Sjá www.laga­fells­kirkja.is

    Mánu­dag 16. fe­brú­ar 

    Nem­end­ur úr Lága­fells og Varmár­skóla setja kær­leiks­rík skila­boð á inn­kaupa­kerr­urn­ar í Krón­unni og Bón­us.

    Kær­leiks­setr­ið : Tarot­spá og miðlun kl. 13 – 18

     

    Þriðju­dag­ur 17. fe­brú­ar

    Kær­leiks­setr­ið : Nudd, mark­þjálf­un og heilun og ráð­gjöf kl. 13 – 16 

    Mið­viku­dag­ur 18. fe­brú­ar

    Nær­andi sam­vera í Fram­halds­skól­an­um í Mosó kl 16:30. 
    Við heiðr­um Leik­fé­lag Mos­fells­bæj­ar með gjöf frá Ás­garði. Börn leik­skól­ans Reykja­kots heiðra okk­ur með nær­andi sam­veru. Nem­end­ur FMos bregða á leik.

    Kær­leiks­setr­ið : Heilun og kynn­ing á líf­ræn­um heilsu­vör­um og gæða kaffi kl. 13 – 18

    Fimmtu­dag­ur 19. fe­brú­ar

    Heil­un­arguð­þjón­usta í Lága­fells­kirkju kl. 20. Söng­ur, bæn, handa­yf­ir­lagn­ing og smurn­ing. Sr. Ragn­heið­ur Jóns­dótt­ir.

    Kær­leiks­setr­ið : Stjörnu­heilun og Tarot­spá kl. 13 – 16. Skyggni­lýs­ing kl. 20 kr. 2.000

    Föstu­dag­ur 20. fe­brú­ar

    Kær­leiks­setr­ið : Tarot­spá og miðlun kl. 13 – 18 

     
    Laug­ar­dag­ur 21.fe­brú­ar

    Kær­leiks­setr­ið : Heilun og talna- og stjörnu­speki kl. 13 – 16

    Sunnu­dag­ur 22. fe­brú­ar

    Guðs­þjón­usta á konu­degi í Mos­fells­kirkju kl. 11:00 Sjá www.laga­fells­kirkja.is

    Spákaffi á Kaffi­hús­inu Ála­fossi kl 15 – 17. (þú færð 15 mín spá á vægu verði)

    Kær­leiks­setr­ið : Konu­dag­ur­inn – Konu­dek­ur kl. 12 – 17

    All­ir vel­komn­ir að líta við, kær­leikskorn og gour­met kaffi á boð­stól­um.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00