Á Íslandi hafa ríki og sveitarfélög haft með sér samstarf frá árinu 2012 um veitingu nýsköpunarverðlauna til að hvetja til nýsköpunar hjá ríkisstofnunum og sveitarfélögum. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands hafði frumkvæði að þessu verkefni og heldur úti vefsíðu um nýsköpun hjá hinu opinbera, www.nyskopunarvefur.is. Þar er að finna ýmsar upplýsingar um nýsköpun hjá hinu opinbera og innlenda og erlenda tengla.
Á Íslandi hafa ríki og sveitarfélög haft með sér samstarf frá árinu 2012 um veitingu nýsköpunarverðlauna til að hvetja til nýsköpunar hjá ríkisstofnunum og sveitarfélögum. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands hafði frumkvæði að þessu verkefni og heldur úti vefsíðu um nýsköpun hjá hinu opinbera, www.nyskopunarvefur.is. Þar er að finna ýmsar upplýsingar um nýsköpun hjá hinu opinbera og innlenda og erlenda tengla.
Settar hafa verið upp undirsíður á heimasíðu Sambands Íslenskra sveitafélaga http://www.samband.is/verkefnin/stjornsysla-sveitarfelaga/ um nýsköpun í sveitarfélögum og nokkurs konar gagnabanki um nýsköpunar- og þróunarverkefni sveitarfélaga sem hafa verið tilnefnd til Nýsköpunarverðlaunanna í opinberri stjórnsýslu og þjónustu sl. þrjú ár.
Þessi mynd gefur yfirsýn yfir um hvers konar verkefni er að ræða en það er stutt lýsing á öllum verkefnunum eftir þessum efnisflokkum.