Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. febrúar 2015

Í kvöld kepp­ir Mos­fells­bær á móti Snæ­fells­bæ í Út­svari.

Bragi Páll Sig­urð­ar­son er nýr með­lim­ur í liði Mos­fells­bæj­ar sem kepp­ir fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar í Út­svari en Bragi Páll er meist­ara­nemi í rit­list í HÍ. Bragi kem­ur inn í stað­in fyr­ir Bjarka Bjarna­son sem hef­ur stað­ið vakt­ina und­an­farin ár með stakri prýði. Mos­fells­bær þakk­ar Bjarka fyr­ir þátt­tök­una og býð­ur Braga Pál vel­komin í lið­ið. Val­garð og María sem vöktu at­hygli í fyrra fyr­ir skemmti­lega og líf­lega fram­komu gefa kost á sér áfram. Val­garð, María og Bjarki komu Mos­fells­bæ áfram í aðra um­ferð í fyrra sem gef­ur Mos­fells­bæ sæti í keppn­inni í ár en vegna mik­ils áhuga minni sveit­ar­fé­laga á að taka þátt verð­ur keppn­istil­hög­un­inni breytt.

Spurn­inga- og skemmti­þátt­ur­inn Út­svar hef­ur á liðn­um árum ver­ið eitt allra vin­sæl­asta efn­ið í ís­lensku sjón­varpi. Frá upp­hafi hef­ur þátttaka í keppn­inni tek­ið mið af íbúa­fjölda sveit­ar­fé­laga, sem þýtt hef­ur að fá­menn­ari bæir og sveit­ir hafa ekki átt kost á að vera með þrátt fyr­ir mik­inn áhuga.

Til að koma til móts við þessi sjón­ar­mið, hef­ur ver­ið ákveð­ið að taka upp nýtt keppn­is­fyr­ir­komulag.

Þátt­tök­ul­ið verða sem fyrr 24 tals­ins og skipt­ast þau sem hér seg­ir:

  • Fimmtán sæti.
    Þau lið sem komust í 2. um­ferð keppn­inn­ar á síð­asta vetri. Þar sem Garða­bær og Álfta­nes hafa nú sam­ein­ast í eitt sveit­ar­fé­lag, er um að ræða fimmtán keppn­isl­ið í stað sex­tán. (Reykja­vík, Ak­ur­eyri, Reykja­nes­bær, Garða­bær, Mos­fells­bær, Akra­nes, Fjarða­byggð, Seltjarn­ar­nes, Skaga­fjörð­ur, Ísa­fjörð­ur, Fljóts­dals­hér­að, Grinda­vík, Horna­fjörð­ur, Fjalla­byggð og Snæ­fells­bær.)
  • Sex sæti.
    Valin verða með hlut­kesti sex af þeim ell­efu sveit­ar­fé­lög­um sem féllu út í fyrstu um­ferð á síð­asta vetri og/eða hafa fleiri en 1.500 íbúa. (Kópa­vog­ur, Hafn­ar­fjörð­ur, Vest­manna­eyj­ar, Borg­ar­byggð, Norð­ur­þing, Hvera­gerði, Öl­fus, Dal­vík, Rangár­þing eystra, Sand­gerði, Rangár­þing ytra.)
  • Tvö sæti.
    Valin verða með hlut­kesti tvö af þeim 22 sveit­ar­fé­lög­um sem hafa á bil­inu 500 og 1.500 íbúa.
  • Eitt sæti.
    Val­ið verð­ur með hlut­kesti eitt af þeim 25 sveit­ar­fé­lög­um sem hafa færri en 500 íbúa.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00