Mosfellsbær hefur það að markmiði að vera fremst í flokki sveitarfélaga í rafrænni stjórnsýslu. Nú hefur Íbúagátt verið notuð í nokkur ár og er hún í stöðugri þróun til að bæta þjónustuna enn frekar. Nýjasta viðbót gáttarinnar er að gera íbúum viðvart með tölvupósti um að þeirra bíði ný skilaboð í Íbúagátt. Niðurstöður og svör við umsóknum eða erindum bæjarbúa birtast áfram í gáttinni en viðkomandi íbúi fær nú upplýsingar um það í tölvupósti.
Mosfellsbær hefur það að markmiði að vera fremst í flokki sveitarfélaga í rafrænni stjórnsýslu.
Nú hefur Íbúagátt verið notuð í nokkur ár og er hún í stöðugri þróun til að bæta þjónustuna enn frekar. Nýjasta viðbót gáttarinnar er að gera íbúum viðvart með tölvupósti um að þeirra bíði ný skilaboð í Íbúagátt.
Niðurstöður og svör við umsóknum eða erindum bæjarbúa birtast áfram í gáttinni en viðkomandi íbúi fær nú upplýsingar um það í tölvupósti.
Þetta er viðleitni til að veita skjóta og skilvirka þjónustu og að nota til þess tækni sem almenningur hefur tileinkað sér í flestum tilfellum. Íbúar og notendur Íbúagáttarinnar eru því hvattir til að gæta þess að rétt netföng séu til staðar í stillingum gáttarinnar.