Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
25. febrúar 2015

Vin­ir hall­ar­inn­ar og um­boðs­skrif­stof­an Prime taka við rekstri fé­lags­heim­il­is­ins Hlé­garðs.

Eins og flest­ir vita hef­ur ekki ver­ið rekst­ur í Hlé­garði í nokk­urn tíma. Mos­fells­bær hef­ur nú, eft­ir að hafa sett sér markmið með rekstr­in­um og lagt ákveðn­ar áhersl­ur í notk­un þess og leitað eft­ir hug­mynd­um frá bæj­ar­bú­um, ákveð­ið að gera samn­ing við nýja rekstr­ar­að­ila.

Það eru Ísólf­ur Har­alds­son fram­kvæmda­stjóri hjá Vin­um hall­ar­inn­ar ehf og Páll Eyj­ólfs­son fram­kvæmda­stjóri og eig­andi Um­boðs­skrif­stof­unn­ar Prime sem munu taka yfir rekst­ur húss­ins und­ir merkj­um nýs fé­lags, Hlé­garð­ur ehf.

Samn­ing­ur­inn fel­ur í sér eft­ir­far­andi markmið Mos­fells­bæj­ar:

  • Að efla lista- og menn­ing­ar­líf í Mos­fells­bæ
  • Að Hlé­garð­ur verði fé­lags­heim­ili og menn­ing­ar­hús bæj­ar­búa og að bæði ung­um og öldn­um gef­ist tæki­færi til að sækja þá þjón­ustu sem þar verð­ur í boði
  • Að í Hlé­garði verði boð­ið upp á fjöl­breytta menn­ing­ar­við­burði með reglu­bundn­um hætti
  • Að í Hlé­garði verði að­staða og veit­inga­þjón­usta fyr­ir fundi, mót­tök­ur, veisl­ur og aðra mann­fagn­aði
  • Að auð­velda ung­um lista­mönn­um að sinna list sinni og koma henni á fram­færi
  • Að gætt sé að ástandi hús­næð­is­ins, inn­rétt­inga og inn­an­stokks­muna og að virð­ing sé borin fyr­ir sögu Hlé­garðs

Standa fyr­ir menn­ing­ar­við­burð­um

Til að koma til móts við þessi markmið munu for­svars­menn Hlé­garðs ehf. skuld­binda sig til að standa fyr­ir að minnsta kosti tólf menn­ing­ar­við­burð­um á ári í hús­inu. Það verða menn­ing­ar­við­burð­ir af ýmsu tagi.

Með menn­ing­ar­við­burð­um er, eins og seg­ir í samn­ingn­um, átt við tón­leika­hald, uppistand, leikrit, list­sýn­ing­ar, skemmt­an­ir fyr­ir eldri borg­ara, opin kvöld fyr­ir fram­halds­skóla­nem­end­ur og aðra sam­bæri­lega við­burði.

Hús­ið tek­ið í gegn að inn­an sem utan

Mikl­ar við­gerð­ir hafa ver­ið gerð­ar ut­an­húss á Hlé­garði og er hús­ið nú hið glæsi­leg­asta. Einn­ig hef­ur ver­ið unn­ið að end­ur­bót­um inn­an­húss og mun verða hald­ið áfram við það á þessu ári. Þar með tal­ið að end­ur­nýja eld­hús­ið þar sem all­ar inn­rétt­ing­ar og tæki eru komin til ára sinna. Í hús­inu verð­ur fram­veg­is að­gengi­leg­ur tækja­bún­að­ur sem ger­ir kleift að halda fyrr­greinda menn­ing­ar­við­burði með til­heyr­andi ljósi, hljóði og mynda­tök­um ef á þarf að halda.

Glæsi­legt fé­lags­heim­ili

„Mos­fells­bær ber mikl­ar vænt­ing­ar til nýrra rekstr­ar­að­ila og við erum þess full­viss að upp­bygg­ing menn­ing­ar­lífs í Hlé­garði sé í góð­um hönd­um. Ísólf­ur og Páll hafa mikla reynslu af skipu­lagn­ingu ýmis kon­ar við­burða. Við ósk­um þeim alls hins besta og hlökk­um til að koma oft­ar í Hlé­garð sem er auð­vitað eitt af glæsi­legri fé­lags­heim­il­um á land­inu,“ sagði Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00