Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. febrúar 2015

Með breyt­ing­um á gjaldskrá Strætó bs. sem tek­ur gildi 1. mars verða þess­ar breyt­ing­ar helst­ar:

  • Ný nem­a­kort Strætó miða að því að auka þæg­indi og lækka kostn­að barna­fjöl­skyldna.
  • Sér­stök nem­a­kort fyr­ir 6-11 ára og 12-17 ára verða tekin upp.
  • Ný gjaldskrá Strætó tek­ur gildi í stað gjald­skrár frá ár­inu 2012.
  • Verð hækk­ar til að mæta meiri kostn­aði, m.a. vegna auk­inn­ar þjón­ustu.

Ný gjaldskrá mun taka gildi fyr­ir þjón­ustu stræt­is­vagna Strætó bs. þann 1. mars og tek­ur hún við af gjaldskrá sem gilt hef­ur frá 1. des­em­ber 2012.

Sam­hliða verða tekin upp ný nem­a­kort fyr­ir börn, 6 til 11 ára og 12 til 17 ára, sem miða að því að auka þæg­indi og lækka kostn­að barna­fjöl­skyldna sem nýta sér þjón­ustu Strætó.

Nem­a­kort verða í boði fyr­ir þrjá ald­urs­flokka og gilda í eitt ár frá út­gáfu, en hing­að til hef­ur að­eins einn flokk­ur ver­ið í boði. Nem­a­kort fyr­ir 18 ára og eldri mun kosta 46.700 kr., 12-17 ára 19.900 kr. og 6-11 ára 7.900 kr. Þetta þýð­ir að fyr­ir barn á aldr­in­um 6 til 11 ára, sem fer 16 ferð­ir á mán­uði, kost­ar strætó­ferð­in 41 krónu en 104 krón­ur fyr­ir 12 til 17 ára náms­menn. Nýju nem­a­kort­in koma því barna­fjöl­skyld­um vel fjár­hags­lega auk þess sem aukin þæg­indi felast í því að geta keypt kort til eins árs í stað af­sláttar­far­miða með tak­mörk­uð­um fjölda ferða. Kort­in veita að­g­ang að stræt­is­vögn­um Strætó á gjald­svæði 1 og er hægt að kaupa þau á vef Strætó og fá þau send heim.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00