Framkvæmdir við Æðarhöfða
Hafnar eru framkvæmdir vegna nýs útibús Lágafellsskóla sem reist verður við Æðarhöfða. Þar verður starfræktur sameiginlegur leik- og grunnskóli fyrir 5-7 ára börn frá og með haustinu 2014.
Gæsluvöllur Mosfellsbæjar
Gæsluvöllur verður opinn frá 7. júlí til og með 1. ágúst. Opnunartími vallarins er frá 9.00 – 12.00 og frá 13.00 – 16.00.Á gæsluvöllinn geta komið börn frá 20 mánaða – 6 ára aldurs.
Skipað í nefndir og ráð
Búið er að uppfæra nöfn kjörinna fulltrúa og þeirra sem skipaðir hafa verið í nefndir og ráð bæjarins eftir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar á vef Mosfellsbæjar.
Útboð: Endurgerð lóðar við Lágafellsskóla og Varmárskóla
Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í eftirfarandi tvö verk:
Samkomulag um meirihlutasamstarf í höfn
Sjálfstæðismenn og Vinstri græn hafa undirritað samkomulag um áframhaldandi í bæjarstjórnarsamstarfi í Mosfellsbæ kjörtímabilið 2014-2018.
17. júní í Mosfellsbæ 2014
Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður haldinn hátíðlegur í Mosfellsbæ líkt og verið hefur síðustu fimmtíu ár.
Starfsleyfistillaga SORPU - Frestur framlengdur
Framlengdur frestur er til 5. ágúst nk.
Tuttugu og átta nemendur brautskráðir úr FMOS
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram laugardaginn 31. maí s.l. kl. 14 við hátíðlega athöfn í nýju húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ.
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ í Mosfellsbæ
Kvennahlaupið verður haldið í 25. sinn í ár hinn 14. júní. Að venju verður hlaupið um allt land og víða um heim. Í fyrra tóku um 16.000 konur þátt, en hlaupið er alla jafna einn stærsti almenningsíþróttaviðburður á hverju ári. Fyrsta kvennahlaupið í Mosfellsbæ var haldið árið 1997 og stöðugt bætist í hópinn með hverju árinu sem líður.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi: Stækkun félagsheimilis hestamanna
Mosfellsbær auglýsir hér með samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi hesthúsasvæðis á Varmárbökkum, síðast breyttu 21.9.2005.
Kerfisstjóri hjá Mosfellsbæ
Mosfellsbær óskar að ráða kerfisstjóra til starfa. Ábyrgð starfsmannsins lýtur einkum að daglegum rekstri tölvukerfis og þjónustu við notendur. Rík þjónustulund, geðprýði, skipulagshæfileikar og úrlausnarhæfni eru nauðsynlegir þættir í fari þess sem ráðinn verður í starfið.
Kjörsókn í Mosfellsbæ
Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí hefst klukkan 9 og lýkur klukkan 22. Kjörstaður í Mosfellsbæ er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð. Allar helstu upplýsingar er varðar bæjarstjórnarkosningar í Mosfellsbæ má finna hér á heimasíðu Mosfellsbæjar. Í kjörstjórn Mosfellsbæjar eru: Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður kjörstjórnar, Haraldur Sigurðsson og Valur Oddsson. Aðsetur kjörstjórnar verður í Lágafellsskóla. Síminn þar er: 525 9200.
Við erum öll flott eins og við erum - Sýning á forvarnarverkefni
Í dag, 30.maí, munum við í Félagsmiðstöðinni Ból opna sýningu á forvarnarverkefni sem við höfum verið að vinna með stelpuhópnum okkar í vetur. Opnunin verður kl. 17:00 á föstudaginn í Kjarnanum. Verkefnið snýst um að sýna að við erum öll flott eins og við erum og að við þurfum ekki að vera öll eins. Verkefnið var unnið í samvinnu við Lágafellsskóla, Varmárskóla og FMOS.
Bíó í Hlégarði sunnudaginn 1. júní 2014
Evrópustofa og Bíó Paradís efna til hátíðarsýningar á hinni margverðlaunuðu fjölskyldumynd Antboy, sem talsett hefur verið á íslensku, í Hlégarði í Mosfellsbæ sunnudaginn 1. júní kl 14:30.
Rekstrartölur aðgengilegar á vef Mosfellsbæjar
Rekstraryfirlit Mosfellsbæjar fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins hefur verið birt. Á síðasta ári samþykkti bæjarráð að birta reglulega annars vegar rekstrarreikning og hins vegar rekstraryfirlit, sundurliðað eftir málaflokkum. Þessar upplýsingar eru birtar á þriggja mánaða fresti. Markmiðið er að bæta enn frekar úr upplýsingagjöf og gera bæjarbúum kleift að fylgjast nánar með rekstri bæjarins.
Aukin þjónusta við fatlað fólk með sameiginlegri ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnesbær, hafa gert með sér samkomulag um fyrirkomulag og rekstur sameiginlegrar ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu.
Mosfellsbær stofnar fólkvang í Bringum í Mosfellsdal
Mosfellsbær, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Umhverfisstofnun hafa staðfest friðlýsingu fólkvangs í Bringum, efst í Mosfellsdal við Helgufoss. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda mikilvægar náttúru- og söguminjar og um leið að tryggja aðgengi almennings að svæðinu til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu. Friðlýsta svæðið er 18,6 hektarar að stærð.
FRÍTT í Varmárlaug laugardaginn 24. maí
Á laugardaginn næstkomandi verður Mosfellingum sem og öðrum landsmönnum boðið að stinga sér frítt til sunds í Varmárlaug. Tilefnið er að við sundlaugina er komin ný og flott vaðlaug, heitur pottur hefur verið endurgerður og göngusvæði í kringum sundlaugina hefur fengið andlitslyftingu. Þar hefur nú verið lagt gúmmíefni sem er mjúkt og stamt undir fæti og eykur öryggi sundlaugagesta til muna.
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir ábendingu um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2014.
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar útnefnir ár hvert bæjarlistamann Mosfellsbæjar. Nefndin óskar hér með eftir tilnefningum eða ábendingum frá Mosfellingum um einstakling eða samtök listamanna í Mosfellsbæ, sem til greina koma að bera sæmdarheitið bæjarlistamaður ársins 2014. Bæjarlistamaður hlýtur styrk frá Mosfellsbæ og kynnir sig og verk sín innan Mosfellsbæjar á því ári sem hann er tilnefndur. Einungis einstaklingar, sem búsettir eru í Mosfellsbæ og hópar og samtök, sem starfa í bæjarfélaginu koma til greina. Þá setur menningarmálanefnd það einnig sem skilyrði að tilnefndir einstaklingar eða hópar hafi verið virkir í listgrein sinni.
Upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar
Frá og með 19. maí nk. fer atkvæðagreiðslan fram í Laugardalshöll og þá verður opið alla daga frá kl. 10.00.22.00. Tímasetningar vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum o.fl. á vegum sýslumannsins í Reykjavík vegna sveitarstjórnarkosninga eru eftirfarandi: