Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. maí 2014

    Mos­fells­bær, Um­hverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­ið og Um­hverf­is­stofn­un hafa stað­fest frið­lýs­ingu fólkvangs í Bring­um, efst í Mos­fells­dal við Helgu­foss. Markmið frið­lýs­ing­ar­inn­ar er að vernda mik­il­væg­ar nátt­úru- og sögu­m­inj­ar og um leið að tryggja að­gengi al­menn­ings að svæð­inu til úti­vist­ar, nátt­úru­skoð­un­ar og fræðslu. Frið­lýsta svæð­ið er 18,6 hekt­ar­ar að stærð.

    Mos­fells­bær, Um­hverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­ið og Um­hverf­is­stofn­un hafa stað­fest frið­lýs­ingu fólkvangs í Bring­um, efst í Mos­fells­dal við Helgu­foss.
    Markmið frið­lýs­ing­ar­inn­ar er að vernda mik­il­væg­ar nátt­úru- og sögu­m­inj­ar og um leið að tryggja að­gengi al­menn­ings að svæð­inu til úti­vist­ar, nátt­úru­skoð­un­ar og fræðslu.
    Frið­lýsta svæð­ið er 18,6 hekt­ar­ar að stærð. 

    Bújörð­in Bring­ur varð til sem ný­býli úr landi prest­set­urs­ins að Mos­felli árið 1856, en fór í eyði árið 1966. Jörð­in er stað­sett norð­an Köldu­kvísl­ar, en það­an er víð­sýnt yfir Mos­fells­dal og allt til hafs. Helgu­foss er í Köldu­kvísl og vest­an hans er Helgu­hvamm­ur, rúst­ir Helgu­sels og Helgu­hóll, sem einn­ig er nefnd­ur Hrafnaklett­ur.

    Stofn­un fólkvangs­ins er að frum­kvæði bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar sem sam­þykkti á há­tíð­ar­fundi á 25 ára af­mæli bæj­ar­ins að stefna að frið­un fossa í Mos­fells­bæ. 

    Í Mos­fells­bæ eru í dag, auk hins nýja fólkvangs í Bring­um, eitt frið­lýst nátt­úru­vernd­ar­svæði, Frið­land við Varmárósa, fjög­ur svæði á nátt­úru­m­inja­skrá, Leiru­vog­ur, Úlfarsá og Blikastaðakró, Varmá og Trölla­foss og tveir foss­ar, Tungu­foss og Ála­foss, sem frið­lýst­ir voru sem nátt­úru­vætti á síð­asta ári.
    Stað­fest­ing frið­lýs­ing­ar­inn­ar fór fram í Bring­um ofan við Helgu­foss þriðju­dag­inn 20. maí sl. og hef­ur frið­lýs­ing­in nú þeg­ar öðl­ast gildi.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00