Mosfellsbær, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Umhverfisstofnun hafa staðfest friðlýsingu fólkvangs í Bringum, efst í Mosfellsdal við Helgufoss. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda mikilvægar náttúru- og söguminjar og um leið að tryggja aðgengi almennings að svæðinu til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu. Friðlýsta svæðið er 18,6 hektarar að stærð.
Mosfellsbær, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Umhverfisstofnun hafa staðfest friðlýsingu fólkvangs í Bringum, efst í Mosfellsdal við Helgufoss.
Markmið friðlýsingarinnar er að vernda mikilvægar náttúru- og söguminjar og um leið að tryggja aðgengi almennings að svæðinu til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu.
Friðlýsta svæðið er 18,6 hektarar að stærð.
Bújörðin Bringur varð til sem nýbýli úr landi prestsetursins að Mosfelli árið 1856, en fór í eyði árið 1966. Jörðin er staðsett norðan Köldukvíslar, en þaðan er víðsýnt yfir Mosfellsdal og allt til hafs. Helgufoss er í Köldukvísl og vestan hans er Helguhvammur, rústir Helgusels og Helguhóll, sem einnig er nefndur Hrafnaklettur.
Stofnun fólkvangsins er að frumkvæði bæjarstjórnar Mosfellsbæjar sem samþykkti á hátíðarfundi á 25 ára afmæli bæjarins að stefna að friðun fossa í Mosfellsbæ.
Í Mosfellsbæ eru í dag, auk hins nýja fólkvangs í Bringum, eitt friðlýst náttúruverndarsvæði, Friðland við Varmárósa, fjögur svæði á náttúruminjaskrá, Leiruvogur, Úlfarsá og Blikastaðakró, Varmá og Tröllafoss og tveir fossar, Tungufoss og Álafoss, sem friðlýstir voru sem náttúruvætti á síðasta ári.
Staðfesting friðlýsingarinnar fór fram í Bringum ofan við Helgufoss þriðjudaginn 20. maí sl. og hefur friðlýsingin nú þegar öðlast gildi.