Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. maí 2014

Á laug­ar­dag­inn næst­kom­andi verð­ur Mos­fell­ing­um sem og öðr­um lands­mönn­um boð­ið að stinga sér frítt til sunds í Varmár­laug. Til­efn­ið er að við sund­laug­ina er komin ný og flott vað­laug, heit­ur pott­ur hef­ur ver­ið end­ur­gerð­ur og göngu­svæði í kring­um sund­laug­ina hef­ur feng­ið and­lits­lyft­ingu. Þar hef­ur nú ver­ið lagt gúmmíefni sem er mjúkt og stamt und­ir fæti og eyk­ur ör­yggi sund­lauga­gesta til muna.

Fátt er betra fyr­ir lík­ama og sál en sund, hvort sem það er rösk­legt sund í laug­inni eða ró­leg­heit í pott­un­um.

Varmár­laug hef­ur upp á að bjóða sund­laug, vað­laug, tvo heita potta og einn kald­an pott. Einn­ig er gufu­bað á staðn­um og góð að­staða til sól­baða þeg­ar sólin skín.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00