Opnað fyrir umsóknir um vinnuskóla
Vinnuskóli Mosfellsbæjar er starfræktur fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk í grunnskólum Mosfellsbæjar. Skráning nemenda í vinnuskólann stendur til 30.03.2014. Skráningin fer fram í gegn um íbúagátt Mosfellsbæjar .
Stærðfræði, nálgun og leiðir í Krikaskóla
Við bjóðum alla velkomna til okkar miðvikudaginn 19. mars kl. 17:00 til 20:00 í Krikaskóla til að sjá og heyra af vinnu í stærðfræði með börnum á aldrinum 2ja til 9 ára.
Opinn fundur skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar boðar til opins fundar þar sem einkum verður fjallað um almenningssamgöngur í bænum.
Umsóknarfrestur fyrir sumarstörf er til og með 30. mars 2014
Mosfellsbær auglýsir sumarstörf laus til umsóknar fyrir ungt fólk. Umsóknarfrestur er til og með 30. mars 2014.
Dagur Listaskólans 15. mars 2014
Opið hús kl. 11:00 – 13:00 í Listaskólanum Háholti 14, 3. hæð og kl. 10:00 – 12:00 hjá Skólahljómsveitinni, í kjallara Varmárskóla.
Styrkir til efnilegra ungmenna 2014
Íþrótta og tómstundanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stundir á íþróttir, tómstundir eða listir.
Helgafellshverfi – 2. og 3. áfangi, tillögur að breytingum á deiliskipulagi
Tillögur að breytingum við Efstaland (2. áf.) og Uglu- og Sölkugötu (3. áf.). Tillögurnar snúast um það að breyta einbýlislóðum í lóðir fyrir par- eða raðhús, auk nokkurra breytinga á götum og almennum bílastæðum. Athugasemdafrestur er til 16. apríl 2014.
Óskað eftir tilnefningum til Foreldraverðlauna 2014
HEIMILI OG SKÓLI ÓSKA EFTIR TILNEFNINGUM TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2014. Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra verða afhent fimmtudaginn 8. maí 2014, kl. 13.00, við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Tilnefningar sendist á rafrænan hátt með því að fylla út eyðublað á heimiliogskoli.is. Síðasti skiladagur tilnefninga er 25. apríl 2014.
Auglýst er eftir tónlistarfólki sem vill taka þátt í stofutónleikum í sumar
Framkvæmdir við Skeiðholt
Hafnar eru framkvæmdir við gatnamót Skeiðholts og Skólabrautar. Framkvæmdirnar eru hluti af tengingu Tunguvegar við Skólabraut og Skeiðholt og áætlað er að þær muni standa yfir næstu þrjá mánuði. Til stendur að tengja göturnar saman með hringtorgi og ennfremur verður umferðaröryggi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur bætt til muna með undirgöngum undir Skeiðholt.
Umhverfisnefnd með opinn fund í FMOS
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar hélt opinn fund um umhverfismál í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar þann 26. febrúar s.l.
Garðyrkjufræðingur í þjónustustöð Mosfellsbæjar
Laust er til umsóknar starf garðyrkjufræðings í þjónustustöð Mosfellsbæjar. Um 100% starf er að ræða. Garðyrkjufræðingur skipuleggur sumarstarf starfsfólks þjónustustöðvar í samvinnu við yfirverkstjóra/garðyrkjustjóra þjónustustöðvar, heldur utan um tímaskráningu starfsfólks og sér um dagleg samskipti við flokkstjóra þjónustustöðvar. Sér um að útdeila verkefnum til flokkstjóra og fylgir þeim eftir.
Einkasýning Guðlaugar Drafnar Gunnarsdóttur opnar í Listasal Mosfellsbæjar
Sýningaropnun Guðlaugar Drafnar Gunnarsdóttur í Listasal Mosfellsbæjar.
Tillögur fræðslunefndar samþykktar
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum í gær tillögur fræðslunefndar sem kynntar hafa verið í skólasamfélaginu síðustu vikur. Tillögurnar hafa verið sendar til allra foreldra og eru einnig aðgengilegar hér á heimasíðunni.
Úthlutun leikskólavistar barna fædd 2012 eða fyrr
Sú nýbreytni verður nú í vor að í stað þess að senda út bréf þegar barn fær úthlutað leikskólavist, verða upplýsingar settar inn á Íbúagátt um hvar barn fær úthlutað.
Frábær stemning á Sundlauganótt í Lágafellslaug
Vel heppnuð sundlauganótt fór fram í Lágafellslaug laugardaginn 15. febrúar í samstarfi við Vetrarhátíð 2014.
Til hamingju með 20. ára afmælið Reykjakot
Leikskólinn Reykjakot á 20 ára afmæli í dag 25. febrúar 2014.
Frestur framlengdur til innritunar í grunnskóla Mosfellsbæjar skólaárið 2014 - 2015
Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2014-15 fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2014 fer fram frá 1. mars til 20. mars og skulu nemendur sækja grunnskóla eftir búsetu (sjá nánar reglur um skiptingu skólasvæða á vef Mosfellsbæjar www.mos.is). Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem flytjast til Mosfellsbæjar eða koma úr einkaskólum þarf að fara fram fyrir 1. apríl.
Hjáleið vegna framkvæmda, unnið að tengingu Tunguvegar
Föstudaginn 21. febrúar var hafist handa við gerð hjáleiða (merktar með brúnum lit) til þess að undirbúa gerð hingtorgs og undirganga á gatnamótum Skeiðholts og Skólabrautar.Umræddar framkvæmdir eru hluti af tengingu Tunguvegar við Skólabraut og Skeiðholt og áætlað er að þær muni standa yfir næstu þrjá mánuði.Umhverfissvið Mosfellsbæjar vill biðja vegfarendur um að sýna varkárni og þolinmæði á meðan á framkvæmdum stendur.
Opinn fundur umhverfisnefndar Mosfellsbæjar
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar boðar til opins fundar um umhverfismál í Mosfellsbæ.