Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. febrúar 2014

Sýn­ing­aropn­un Guð­laug­ar Drafnar Gunn­ars­dótt­ur í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar.

Föstu­dag­inn 28. fe­brú­ar 2014 kl. 17:00 – 19:00 verð­ur opn­uð í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar, Kjarna, Þver­holti 2, einka­sýn­ing Guð­laug­ar Drafnar Gunn­ars­dótt­ur und­ir heit­inu ,Vor­ið, kæri vin­ur. Guð­laug sýn­ir ný verk, fugla­teikn­ing­ar á plexí­gleri og stór nátt­úru­tengd mál­verk unn­in í olíu á striga.

VIRT­US styð­ur lista­mann­inn við gerð þess­ar­ar sýn­ing­ar.

Sýn­ing Guð­laug­ar er opin á af­greiðslu­tíma Bóka­safns Mos­fells­bæj­ar kl. 12:00 – 18:00 virka daga og 12:00 – 15:00 á laug­ar­dög­um.

Sýn­ing­in stend­ur til 29. mars 2014.

Að­gang­ur ókeyp­is.

Um sýn­ing­una seg­ir Her­mann Stef­áns­son rit­höf­und­ur:

„Hið fagra er satt, hið sanna fag­urt,“ orti nítj­ándu ald­ar ljóð­skáld­ið John Keats. Ekki er víst að heim­ur­inn hafi enn náð utan um þessa rót­tæku hug­mynd, enda seg­ir mörg hefð­in þvert á móti að hið fagra sé alltaf lygi og sann­leik­ur­inn hrá­slaga­leg­ur og ljót­ur. Í verk­um sín­um leit­ast Guð­laug Dröfn Gunn­ars­dótt­ir við að fanga feg­urð sem er sann­leik­ur, miðla sann­leika sem er fag­ur.

Þetta eru ör­lát verk í feg­urð sinni og sann­leika, þau stíga bjóð­andi fram til áhorf­and­ans, hnippa í hann og minna á eitt­hvað sem var­ir. Feg­urð þeirra er sönn en ekki endi­lega raunsæ, sann­leik­ur þeirra er fag­ur en án þess að vera boð­un sem bund­in er tíma. Verkin eru upp­hafin í þeim skiln­ingi að þau eru ekki hald­in neinni lotn­ingu gagn­vart nú­inu, þau virða ekki tím­ann sem æð­andi fram­rás í sí­felldu upp­námi yfir and­ar­tak­inu held­ur horfa þau til allr­ar ei­lífð­ar, tíma­leys­is og var­an­leika. Hér er eng­in trú á skyndi­lausn­um sam­tím­ans, verkin leit­ast við að hafa uppi á mann­eskj­unni í kjarna sín­um, stilla henni upp and­spæn­is nátt­úr­unni í sín­um botn­lausu vídd­um og al­gjöru kyrrð. Þetta eru ekki heð­fbund­in nátt­úru­mál­verk og held­ur ekki ná­kvæmn­is­real­ismi né held­ur expressjón­ísk­ir tján­ingaröfg­ar, upp­reisn þeirra er marg­brotn­ari en svo. Kannski mætti kenna verkin við einskon­ar nýróm­an­tík en þau eiga sér sitt eig­ið svæði. Þetta eru mynd­ir af nátt­úru og dýr­um sem eru ekki endi­lega til. Það bregð­ur fyr­ir hreyf­ingu sem er svo al­ger­lega ósegj­an­leg að í hug­ann kem­ur tónlist frem­ur en óhlut­bund­in hugs­un og miklu frem­ur en kon­sept og víg­orð.

Það aug­ljósa er sjald­an nefnt en vert er að nefna þá mögn­uðu stað­reynd að tónlist er í eðli sínu ósýni­leg. Tónlist er ósýni­leg. Það heyr­ist ekk­ert í hreyf­ingu þótt svo kunni oft að virð­ast.

Lag eft­ir lag af lit­um til að ná fram ósegj­an­legri hreyf­ingu sem er skyld­ust tónlist, hreyf­ingu sem er svo lif­andi að það er sem mað­ur heyri þyt eða hvin. Mynd­list Guð­laug­ar Drafnar nær áhorf­and­an­um þar sem hann á þess ekki von, þar sem mann­eskj­an stend­ur aug­liti til aug­lit­is við skepnu, þar sem hún horf­ir nið­ur í hyl­dýpi neð­an him­in­bláma, á skurðarpunkti hins al­ger­lega ein­falda og hins marg­sam­setta og flókna, frammi fyr­ir að­víf­andi himni, í nátt­úru sem gæti ekki ver­ið til. Og þó. Þar glitt­ir í rautt í fljót­andi, grófu svörtu, und­ir hár­fín­um ljós­brigð­um skýja í al­ger­um óend­an­leika sem virð­ast æða að manni og eiga mik­il­vægt er­indi. Fókus­inn rugl­ar skynj­un áhorf­and­ans. Hest­ur stend­ur á ljóm­andi fold, full­kom­lega eðli­leg­ur, næst­um mennsk­ur, en með ávæn­ingi af draumi, og í bak­grunni er myrk­ur sem er svart­ara en nokk­ur þjóð­saga. Fugl­ar. Ein­fald­ar, tær­ar, nakt­ar plexí­teikn­ing­ar af fugl­um. Þeir eru hvít­ir, en að baki þeirra líða svart­ir skugga­fugl­ar eft­ir veggj­un­um, sköp­un­ar­verk ljóss­ins, fugl­ar eru hljóð­færi sem sólin spil­ar á. Strá fjúka og sýna fram á að hvað sem kapp­hlaupi skjald­bök­unn­ar og Akki­les­ar líð­ur er hreyf­ing mögu­leg og hún er ævar­andi; nátt­úr­an er ætíð í fjar­veru manna og hins mann­gerða og lík­lega er það tónlist frem­ur en vind­ur sem bær­ir strá­in, alla­vega eitt­hvað af meiði sann­leik­ans.

Þetta eru stór­brot­in verk. Þau eru á sama tíma ljóð­ræn og stór­lynd, orð­laus og ábúð­ar­full, hæ­versk og hof­móð­ug, ærsla­full og sorg­mædd, ein­læg, tví­eggj­uð og tær, djúp­vit­ur og barns­leg. Þú ert ein­hvers stað­ar grun­laus á gangi, á leið­inni að kaupa í mat­inn eða að fara með klukk­una þína í við­gerð, og hef­ur ekki veitt árs­tíða­skipt­um at­hygli lengi, ekki tek­ið eft­ir sól­ar­gangi, vind­um, sjáv­ar­föll­um, fugl­um, skepn­um, tungli, stjörn­um, skýja­fari, neinu, þú ert bara á gangi, al­veg grun­laus. Þá er pikkað í öxl­ina á þér og þú heyr­ir sagt: „Vor­ið, kæri vin­ur“.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00