Laust er til umsóknar starf garðyrkjufræðings í þjónustustöð Mosfellsbæjar. Um 100% starf er að ræða. Garðyrkjufræðingur skipuleggur sumarstarf starfsfólks þjónustustöðvar í samvinnu við yfirverkstjóra/garðyrkjustjóra þjónustustöðvar, heldur utan um tímaskráningu starfsfólks og sér um dagleg samskipti við flokkstjóra þjónustustöðvar. Sér um að útdeila verkefnum til flokkstjóra og fylgir þeim eftir.
Laust er til umsóknar starf garðyrkjufræðings í þjónustustöð Mosfellsbæjar.
Um 100% starf er að ræða.
Helstu verkefni
Garðyrkjufræðingur skipuleggur sumarstarf starfsfólks þjónustustöðvar í samvinnu við yfirverkstjóra/garðyrkjustjóra þjónustustöðvar, heldur utan um tímaskráningu starfsfólks og sér um dagleg samskipti við flokkstjóra þjónustustöðvar. Sér um að útdeila verkefnum til flokkstjóra og fylgir þeim eftir. Að öðru leyti sinnir garðyrkjufræðingur almennum störfum þjónustustöðvar s,s trjáklippingum,snjómokstri og öðrum störfum eftir þörfum.
Garðyrkjufræðingur tilheyrir Umhverfissviði og heyrir undir garðyrkjustjóra.
Menntunar- og hæfnikröfur:
• Fagmenntaður garðyrkjufræðingur.
• Almenn ökuréttindi auk vinnuvélaréttinda skilyrði.
• Reynsla af stjórnun vinnuflokka er æskileg.
• Góð almenn tölvukunnátta.
• Samviskusemi og góðir samskiptahæfileikar
• Meirapróf kostur.
Umsóknarfrestur er til 15.mars 2014.
Upplýsingar um starfið veitir Þorsteinn Sigvaldason, forstöðumaður þjónustusöðvar í síma 566 8450.
Umsóknir sem greina frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi um hæfni í starfið skulu sendar í tölvupósti á netfangið ths[hja]mos.is.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Mosfellsbæjar.
Fólk af báðum kynjum er hvatt til að sækja um starfið.