Sú nýbreytni verður nú í vor að í stað þess að senda út bréf þegar barn fær úthlutað leikskólavist, verða upplýsingar settar inn á Íbúagátt um hvar barn fær úthlutað.
Þegar þessar upplýsingar eru komnar inn, fær umsóknin stöðuna úthlutað í stað mál í vinnslu.
Smella verður á flipann Málin mín og þar á málsnúmer umsóknar til að sjá í hvaða leikskóla barnið hefur fengið leikskólavist.
Í framhaldi af því hefur foreldri samband við leikskólastjóra þess leikskóla sem barn fékk úthlutað sem upplýsir foreldri um hvenær aðlögun getur hafist.
Upplýsingar um úthlutun koma inn á Íbúagátt nú í mars og apríl og verður úthlutað eftir aldri. Aðlögun barna fædd 2012 fer í flestum tilfellum fram í ágúst en reynt er að taka eldri börn inn fyrr.
Allar nánari aðstoð varðandi Íbúagátt veitir þjónustuver Mosfellsbæjar.