Vel heppnuð sundlauganótt fór fram í Lágafellslaug laugardaginn 15. febrúar í samstarfi við Vetrarhátíð 2014.
Tæplega 1000 gestir mættu í laugina þetta skemmtilega kvöld og voru foreldrar duglegir að fylgja börnum sínum.
Hin sívinsæla Wipeout-braut sló í gegn og farið var í æsispennandi keppni. Hægt var að fá sér ís og pylsur auk þess sem fylgst var með söngvakeppni sjónvarpsins.
Einar einstaki sýndi töfrabrögð, Jógvan spilaði nokkur lög á gítar, Sigrún einkaþjálfari í World Class leiddi gesti í gegnum sundlaugar-Zumba.
Tengt efni
Lendingarlaug og rennibrautir í Lágafellslaug lokaðar tímabundið
Fyrsti heiti pottur sinnar tegundar á Íslandi fyrir hreyfihamlaða
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.