Frábær stemning á Sundlauganótt í Lágafellslaug
Vel heppnuð sundlauganótt fór fram í Lágafellslaug laugardaginn 15. febrúar í samstarfi við Vetrarhátíð 2014.
Til hamingju með 20. ára afmælið Reykjakot
Leikskólinn Reykjakot á 20 ára afmæli í dag 25. febrúar 2014.
Frestur framlengdur til innritunar í grunnskóla Mosfellsbæjar skólaárið 2014 - 2015
Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2014-15 fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2014 fer fram frá 1. mars til 20. mars og skulu nemendur sækja grunnskóla eftir búsetu (sjá nánar reglur um skiptingu skólasvæða á vef Mosfellsbæjar www.mos.is). Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem flytjast til Mosfellsbæjar eða koma úr einkaskólum þarf að fara fram fyrir 1. apríl.
Hjáleið vegna framkvæmda, unnið að tengingu Tunguvegar
Föstudaginn 21. febrúar var hafist handa við gerð hjáleiða (merktar með brúnum lit) til þess að undirbúa gerð hingtorgs og undirganga á gatnamótum Skeiðholts og Skólabrautar.Umræddar framkvæmdir eru hluti af tengingu Tunguvegar við Skólabraut og Skeiðholt og áætlað er að þær muni standa yfir næstu þrjá mánuði.Umhverfissvið Mosfellsbæjar vill biðja vegfarendur um að sýna varkárni og þolinmæði á meðan á framkvæmdum stendur.
Opinn fundur umhverfisnefndar Mosfellsbæjar
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar boðar til opins fundar um umhverfismál í Mosfellsbæ.
Hagir og líðan ungs fólks í Mosfellsbæ - Kynningarfundur
Þriðjudaginn 25. febrúar kl. 17:30-19:00 verða niðurstöður rannsókna á högum og líðan ungs fólks í Mosfellsbæ kynntar í Listasal Mosfellsbæjar, Þverholti 2. Allir sem láta sig málefni ungs fólks í Mosfellsbæ varða eru hvattir til að mæta á fundinn.
Menningarvor 2014 í Mosfellsbæ
Dagskráin verður þrjú þriðjudagskvöld í röð, 25. mars, 1. apríl og 8. apríl.
Opið hús - Börn með umframorku
Fjórða opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 26. febrúar klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar. Eins fram hefur komið, er í vetur lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga.
Um uppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ
Að gefnu tilefni vill Mosfellsbær koma því á framfæri til foreldra leik- og grunnskólabarna að haldinn var fundur í Hlégarði miðvikudaginn 19. febrúar. Þangað bauð bæjarstjórn fulltrúum foreldrafélaga, foreldraráða leikskóla, fulltrúum foreldra í skólaráðum grunnskóla, skólastjórnendum og fræðslunefnd til að ræða framkomnar tillögur um uppbyggingu skólamannvirkja í bænum.
Duglegir krakkar á degi stærðfræðinnar
Föstudagurinn 7. febrúar var dagur stærðfræðinnar.
60 ára afmæli Skálatúnsheimilisins
Laugardaginn 22. febrúar n.k. frá kl. 14:00 til 17:00 verður opið hús í dagþjónustu Skálatúns í tilefni af 60 ára afmæli Skálatúnsheimilisins.
Ákaflega hugljúf og falleg stund á Hömrum í kærleiksvikunni í Mosfellsbæ
Mikinn Kærleik og umhyggju mátti finna í lofti hjá starfsfólki, íbúum og gestum þeirra á Hömrum í dag þegar starfsmenn Ásgarðs komu og færðu íbúum og starfsfólki kærleiksgjöf í kærleiksvikunni. Fallega útskorinn túlipani á hjartalöguðu laufi fullt af kærleik fyllti húsið.
Ljósveitan í Reykjahverfi
Míla áætlar að ljósnetvæða Reykjahverfið núna á vormánuðum. Nú þegar eru hafnar framkvæmdir við tengingu ljósnetsins í Krókabyggð og Lindarbyggð. Þessu mun fylgja nokkuð jarðrask og akstur vinnuvéla og eru íbúar beðnir um að sýna framkvæmdunum þolinmæði meðan á þeim stendur.
Sundlauganótt í Lágafellslaug 15. febrúar 2014
Dagskrá Vetrarhátíðar er glæsileg að þessu sinni.
Uppbygging skólamannvirkja í Mosfellsbæ
Húsnæðismál grunnskólanna í Mosfellsbæ hafa verið til umræðu síðustu mánuði. Í umfangsmiklu samráðsferli sem staðið hefur yfir í heilt ár hafa meðal annars verið haldnir fjölmargir fundir með foreldrum og öðrum hagsmunaaðilum ásamt tveimur opnum skólaþingum.
Helgafellshverfi - miðsvæði. Tillaga að breytingum á deiliskipulagi
Tillagan tekur til lóða nr. 16-22 og 24-26 við Gerplustræti og nr. 15-19 Vefarastræti og nálægra umferðargatna. Athugasemdafrestur er til 26. mars 2014.
Hlaðhamrar í Brúarlandi
Við á Hlaðhömrum vorum svo heppin að fá tímabundin afnot af Brúarlandi, þar sem það þurfti að ráðast í endurbætur á Hlaðhömrum.
Dagur leikskólans 2014
Haldið var upp á Dag leikskólans víða þann 6. febrúar.
Ný umsóknareyðublöð vegna framkvæmda og tímabundinna atburða í Mosfellsbæ
Mosfellsbær hefur útbúið umsóknareyðublöð fyrir framkvæmdaraðila vegna tímabundinna framkvæmda og viðburða í landi í eigu Mosfellsbæjar. Markmið með þessu breytta verklagi er að tryggja betur öryggi vegfarenda, framkvæmdaaðila og verkamanna að störfum, auk þess sem Lögregla höfuðborgarsvæðisins gerir nú auknar kröfur um upplýsingar um þá atburði sem geti haft áhrif á umferð.
Leynist fjársjóður í þínum fórum ?
Skjöl Héraðsskjalasafns Mosfellsbæjar eru mikill viskubrunnur um sögu og menningu héraðsins. Héraðsskjalasafnið varðveitir gögn frá stofnunum, félögum, fyrirtækjum og einstaklingum, Safnið óskar eftir að fá gögn afhent í stað þess að þeim sé eytt. Glötuð gögn er glötuð saga