Laxnessfjöðrin til nemenda í Mosfellsbæ
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, afhenti fjórum stúlkum úr Mosfellsbæ Laxnessfjöðrina sem er viðurkenning sem Samtök móðurmálskennara veita fyrir ritlist og þykir mikill heiður að hljóta hana.
Enn opið fyrir umsóknir í Listasal Mosfellsbæjar fyrir sýningarárið 2014
Við minnum á að enn er opið fyrir umsóknir um að halda listsýningar í Listasal Mosfellsbæjar á sýningarárinu 2014.
Opinn íbúafundur um Heilsueflandi samfélag
Íbúafundur í Krikaskóla fimmtudaginn 23. maí kl. 20-22.
Álafoss og Tungufoss friðlýstir á Degi umhverfisins.
Á Degi umhverfisins, 25. apríl, voru friðlýstir tveir fossar í Mosfellsbæ. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ skrifuðu undir friðlýsingu Álafoss og Tungufoss. Alls voru 2,8 hektarar friðlýstir og unnið að stofnun fólkvangs norðan Helgufoss
Samráð um framtíð skóla og skólabygginga í Mosfellsbæ
Eins og kunnugt er stendur Mosfellsbær á tímamótum varðandi gerð nýrra skólabygginga fyrir leik- og grunnskóla. Af því tilefni býður Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar íbúum bæjarins og þeim sem nær standa skólasamfélaginu til samráðs um skóla og skólabyggingar í nútíð og framtíð.
Mosfellsbær tekur forystuna
Á fundi í Krikaskóla á fimmtudagskvöld þar sem íbúum bæjarins og öðrum áhugasömum gafst kostur á að taka þátt í undirbúningi verkefnisins Heilsueflandi samfélag sagði Héðinn Svarfdal sérfræðingur hjá Embætti Landlæknis að önnur sveitarfélög horfðu til Mosfellsbæjar vegna þeirrar forystu sem sveitarfélagið hefur
Aukin upplýsingagjöf um fjármál bæjarins
Hreinsun á götum og gangstéttum
Nú stendur til að þvo og sópa gangstéttar og götur bæjarins.Sjá tímasetningar. Til að það verði sem best gert þurfum við á ykkar aðstoð að halda. Bæjarbúar eru vinsamlegast beðnir að leggja ekki ökutækjum eða öðrum farartækjum á götunum eða gangstéttum meðan á hreinsun stendur. Ennfremur eru bæjarbúar
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar 2013 - Vilt þú taka þátt ?
Okkar árlega bæjarhátíð Í túninu heima verður haldin helgina 30. – 1. september.
Vorboðar starfa af krafti
Vorboðar, kór eldri borgara í Mosfellsbæ hefur starfað af krafti í vetur og komið fram við hin ýmsu tækifæri undir styrkri stjórn Páls Helgasonar sem var útnefndur bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2012. Vorboðar eru að sjálfsögðu stoltir af sínum ástsæla stjórnanda.
Vinningshafi Laxnessins 2013
Á 111 ára fæðingardegi Halldórs K. Laxness kepptu tólf nemendur í 6. bekk Lágafellsskóla til úrslita í upplestrarkeppni sem kennd er við nóbelsskáldið.
Börnum úr Krikaskóla berst góð gjöf
Félagar úr björgunarsveitinni Kyndli heimsóttu á dögunum 1. bekk Krikaskóla og færðu öllum börnunum endurskinsvesti að gjöf.
Nýstárlegar kennsluaðferðir í FMOS
Sköpunarkrafturinn er virkjaður í tengslum við umhverfið.
Hugmyndaríkir nemendur í 8., 9. og 10. bekk setja upp söngleik
Krakkar úr 8., 9. og 10. bekk eru að setja upp söngleik í félagsmiðstöðinni Bólinu. Söngleikurinn heitir Kjallarinn og var settur saman úr hugmyndavinnu krakkanna. Sagan fjallar um krakka í grunnskóla sem taka upp á því að fara í andaglas í skólanum sínum. Lenda þau í miklu klandri út frá því og þurfa að leysa úr því í sameiningu.
Rekstraryfirlit aðgengilegt fyrir íbúa
Rekstraryfirlit Mosfellsbæjar fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins er nú aðgengilegt fyrir íbúa á heimasíðu Mosfellsbæjar í fyrsta skipti. Markmið með birtingunni er aukið upplýsingastreymi til íbúa og er í takti við lýðræðisstefnu bæjarins.
Óvissu eytt um Helgafellsland
Mosfellsbær og Landsbankinn hafa undirritað samkomulag um áframhaldandi uppbyggingu í Helgafellslandi en Landsbankinn hefur nýverið eignast lóðir og lendur í hverfinu vegna uppgjörs við Helgafellsbyggingar hf. Þar með lýkur nokkurra ára stöðnun og óvissu um áframhaldandi uppbyggingu í hverfinu.
Bekkjum fjölgað í nágrenni Eirhamra og gönguleiðir kortlagðar
Í tilefni af 70 ára afmæli Félags íslenskra sjúkraþjálfara fyrir þremur árum fóru sjúkraþjálfarar í hinum ýmsu sveitarfélögum af stað með samfélagsverkefni, sem hvatningu til aukinnar hreyfingar, til hagsbóta fyrir almenning.
Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2013
Þróunar- og ferðamálanefnd gerir árlega tillögu til bæjarstjórnar Mosfellsbæjar um viðurkenningu fyrir þróunar- eða nýsköpunarhugmynd. Nefndin auglýsir eftir tillögum að þróunar- og nýsköpunarhugmyndum, verkefnum, vöru eða þjónustu
Vortónleikar Tónlistardeildar Listaskóla Mosfellsbæjar 13. - 16. maí 2013
Spennandi dagskrá framundan næstu daga en nú eru yfirstandandi vortónleikar hjá Listaskóla Mosfellsbæjar dagana 13. – 16. maí.
Opið fyrir umsóknir um matjurtagarða sumarið 2013
Búið er að opna fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ.