Íbúafundur í Krikaskóla fimmtudaginn 23. maí kl. 20-22.
Við viljum fá þig til þess að taka þátt og bjóðum því til fundar þar sem þú getur komið með hugmyndir og tillögur að heilsueflandi samfélagi. Fundinum verður stýrt af Sævari Kristinssyni ráðgjafa.
Verkefnið miðar að því að skapa aðstæður og umhverfi hér í Mosfellsbæ sem gerir fólki á öllum aldri kleift að auka heilbrigði og lífsgæði ásamt því að efla vitund og vilja til að viðhalda andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu. Nýtið ykkur einstakt tækifæri og takið þátt í mótun samfélags okkar.
Mosfellsbær er fyrsta bæjarfélagið til þess að taka þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag sem er samstarfsverkefni Heilsuvinjar, Embættis landlæknis og Mosfellsbæjar.
Tengt efni
Fjallahjólabrautin „Flækjan“ opnuð og frisbígolfvöllurinn endurvígður
Hjólað í vinnuna 8. - 28. maí 2024
Fjallahjólabraut og frisbígolf í Ævintýragarðinum
Framkvæmdir hófust í morgun við nýja fjallahjólabraut í Ævintýragarðinum.