Á Degi umhverfisins, 25. apríl, voru friðlýstir tveir fossar í Mosfellsbæ. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ skrifuðu undir friðlýsingu Álafoss og Tungufoss. Alls voru 2,8 hektarar friðlýstir og unnið að stofnun fólkvangs norðan Helgufoss
Alls 2,8 hektarar friðlýstir – Unnið að stofnun fólkvangs norðan Helgufoss
Á Degi umhverfisins, 25. apríl, voru friðlýstir tveir fossar í Mosfellsbæ. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Kristín
Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ skrifuðu undir friðlýsingu
Álafoss og Tungufoss.
Hinn sögufrægi Álafoss í Varmá rennur í gegnum Álafosskvos í Mosfellsbæ. Varmá er á náttúrurminjaskrá frá upptökum til ósa en áin og fossinn tengjast ríkulega atvinnuog íþróttasögu Mosfellsbæjar. Svæðið sem
er fjölsótt útivistarsvæði hefur sögu- og fræðslugildi. Ullarvinnsla hófst við Álafoss árið 1896 og vegna starfseminnar var áin stífluð ofan við fossinn. Myndaðist þá talsvert dýpi í ylvolgri Varmánni sem notað var til sundiðkunar og dýfinga. Enn má sjá leifar af tveimur dýfingapöllum og stíflunni ofan við fossinn.
Vernda fossana og minjarnar í kring Tungufoss er fallegur foss neðarlega í Köldukvísl í Mosfellsbæ á móts við Leirvogstungu.
Við Tungufoss má sjá leifar af heimarafstöð sem var reist árið 1930 af bóndanum í Leirvogstungu og bræðrum hans. Nærsvæði fossins er vinsælt til útivistar.
Samtals er hið friðlýsta svæði um 2,8 hektarar að stærð. Markmið með friðlýsingunni er að vernda fossana sjálfa og minjar við og í kringum þá.
Unnið er að stofnun fólkvangs norðan Helgufoss í amstarfi við ríkið sem á landið norðan við ána á þessum stað.