Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. maí 2013

Á Degi um­hverf­is­ins, 25. apríl, voru frið­lýst­ir tveir foss­ar í Mos­fells­bæ. Svandís Svavars­dótt­ir um­hverf­is­ráð­herra, Kristín Linda Árna­dótt­ir for­stjóri Um­hverf­is­stofn­un­ar og Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri í Mos­fells­bæ skrif­uðu und­ir frið­lýs­ingu Ála­foss og Tungu­foss.

Hinn sögu­frægi Ála­foss í Varmá renn­ur í gegn­um Ála­fosskvos í Mos­fells­bæ. Varmá er á nátt­úr­ur­minja­skrá frá upp­tök­um til ósa en áin og foss­inn tengjast ríku­lega at­vinnu- og íþrótta­sögu Mos­fells­bæj­ar. Svæð­ið sem er fjöl­sótt úti­vist­ar­svæði hef­ur sögu- og fræðslu­gildi. Ull­ar­vinnsla hófst við Ála­foss árið 1896 og vegna starf­sem­inn­ar var áin stífluð ofan við foss­inn. Mynd­að­ist þá tals­vert dýpi í ylvolgri Var­mánni sem notað var til sund­iðkun­ar og dýf­inga. Enn má sjá leif­ar af tveim­ur dýf­ingapöll­um og stífl­unni ofan við foss­inn.

Vernda foss­ana og minjarn­ar í kring

Tungu­foss er fal­leg­ur foss neð­ar­lega í Köldu­kvísl í Mos­fells­bæ á móts við Leir­vogstungu.
Við Tungu­foss má sjá leif­ar af heim­araf­stöð sem var reist árið 1930 af bónd­an­um í Leir­vogstungu og bræðr­um hans. Nærsvæði foss­ins er vin­sælt til úti­vist­ar.

Sam­tals er hið frið­lýsta svæði um 2,8 hekt­ar­ar að stærð. Markmið með  frið­lýs­ing­unni er að vernda foss­ana sjálfa og minj­ar við og í kring­um þá.

Unn­ið er að stofn­un fólkvangs norð­an Helgu­foss í  amstarfi við rík­ið sem á land­ið norð­an við ána á þess­um stað.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00