Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Í til­efni af 70 ára af­mæli Fé­lags ís­lenskra sjúkra­þjálf­ara fyr­ir þrem­ur árum fóru sjúkra­þjálf­ar­ar í hinum ýmsu sveit­ar­fé­lög­um af stað með sam­fé­lags­verk­efni, sem hvatn­ingu til auk­inn­ar hreyf­ing­ar, til hags­bóta fyr­ir al­menn­ing.

Eitt þeirra var verk­efn­ið Að brúka bekki, fram­kvæmt í sam­vinnu við Fé­lög eldri borg­ara og hef­ur það nú skilað sér í Mos­fells­bæ­inn. Verk­efn­ið er því sam­starfs­verk­efni Fé­lags ís­lenskra sjúkra­þjálf­ara, Mos­fells­bæj­ar og Fé­lags aldr­aðra í Mos­fells­bæ.

Hreyf­ing til heilsu­bót­ar

„Fjöl­marg­ar rann­sókn­ir hafa sýnt fram á mik­il­vægi þess að eldra fólk stundi hæfi­lega hreyf­ingu sér til heilsu­bót­ar. Nið­ur­stöð­ur þess­ara rann­sókna sýna að með því að stunda reglu­bundna hreyf­ingu helst eldra fólk hress­ara og heil­brigð­ara leng­ur, er leng­ur sjálf­bjarga og get­ur dval­ið leng­ur heima. Það er því allt til þess vinn­andi að hvetja eldra fólk til að hreyfa sig reglu­lega, m.a. með því að ganga. Tvær nýj­ar ís­lensk­ar rann­sókn­ir, báð­ar fram­kvæmd­ar af meist­ara­nem­um í heil­brigð­is­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, hafa leitt í ljós að eitt það helsta sem hindr­ar eldra fólk til göngu sér til heilsu­bót­ar er skort­ur á  bekkj­um. Hálka er önn­ur títt­nefnd hindr­un,“ seg­ir Stein­unn A. Ólafs­dótt­ir sjúkra­þjálf­ari.

Göngu­leið­ir í ná­grenni Eir­hamra

Nokkr­ir sjúkra­þjálf­ar­ar í Mos­fells­bæ, ásamt Fé­lagi eldri borg­ara í Mos­fells­bæ (FaMos), leit­uðu til bæj­ar­fé­lags­ins í átaki til að fjölga bekkj­um í bæn­um. Hug­mynd­in var að kort­leggja nokkr­ar stutt­ar göngu­leið­ir, sem henta þeim sem lak­ir eru til gangs. „Skemmst er frá að segja að full­trú­ar Mos­fells­bæj­ar tóku þess­ari um­leit­an okk­ar afar vel og hafa séð um að út­vega og setja bekk­ina upp. Sett­ir hafa ver­ið upp bekk­ir á tveim­ur göngu­leið­um, 800 og 1100 m., sem liggja í ná­grenni við Eir­hamra. Göngu­leið­irn­ar voru form­lega vígð­ar þann 18. apríl s.l. Þess­ar göngu­leið­ir munu fá sér­staka at­hygli þeg­ar kem­ur að  njóruðn­ingi, hálku­vörn­um og lýs­ingu,“ seg­ir Stein­unn. Sjúkra­þjálf­ar­ar bæj­ar­ins von­ast til þess að íbú­ar í ná­grenni þess­ara leiða not­færi sér bekk­ina óspart og láti tak­mark­aða göngu­getu ekki hindra sig í að drífa sig út. Það er stutt í næsta bekk!

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00