Búið er að opna fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ.
Matjurtagarðar bæjarins verða sem fyrr staðsettir í Skarhólamýri, á sama stað og garðar hafa verið til útleigu undanfarin ár. Aðgengi að vatni verður við garðana. Leiguverð fyrir matjurtagarða er 5.000 kr. fyrir 100 fm garð og 2.500 kr. fyrir 50 fm garð.
Þeir sem óska eftir því að leigja áfram sama garð og í fyrra eru beðnir um að staðfesta leiguna með greiðslu fyrir 22. maí n.k. Eftir þann tíma verða allir garðar leigðir út til Mosfellinga skv. biðlista.
Þjónustuver Mosfellsbæjar, 2. hæð, Þverholti 2, annast eins og áður móttöku umsókna og tekur við greiðslum. Hægt er að hafa samband við þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525-6700 eða í gegnum netfangið mos@mos.is með ósk um að komast á biðlista um matjurtagarð.
Garðar verða tilbúnir til notkunar föstudaginn 24. maí n.k.
Ef þörf er á verður mögulegt að úthluta matjurtagörðum austan Varmárskóla eins og áður.
Einnig eiga íbúar í Mosfellsbæ möguleika að fá leigða matjurtagarða á vegum Reykjavíkurborgar í Skammadal. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar sér um útleiguna og geta áhugasamir sótt um garð í netfangið matjurtagardar@reykjavik.is eða í síma 411-1111, og látið skrá sig á lista með ósk um garð. Taka þarf fram að viðkomandi sé íbúi í Mosfellsbæ.
Tengt efni
Haustblómin mætt
Viðhald á gönguleiðum í sumar
Opið fyrir umsóknir um matjurtagarða sumarið 2024
Opið er fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ.