Vorboðar, kór eldri borgara í Mosfellsbæ hefur starfað af krafti í vetur og komið fram við hin ýmsu tækifæri undir styrkri stjórn Páls Helgasonar sem var útnefndur bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2012. Vorboðar eru að sjálfsögðu stoltir af sínum ástsæla stjórnanda.
Vorboðar, kór eldri borgara í Mosfellsbæ hefur starfað af krafti í vetur og komið fram við hin ýmsu tækifæri undir styrkri stjórn
Páls Helgasonar sem var útnefndur bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2012. Vorboðar eru að sjálfsögðu stoltir af sínum ástsæla stjórnanda.
Vorboðar verða með kóramót þann 26. maí að Gullhömrum í Grafarholti ásamt fjórum öðrum kórum. Hinir kórarnir eru Hljómur frá Akranesi, Eldey úr Reykjanesbæ, Gaflarakórinn úr Hafnarfirði og Hörpukórinn frá Selfossi. Þessir fimm kórar skiptast á að halda kóramótið ár hvert.
Vorboðar bjóða Mosfellingum og öðrum landsmönnum á tónleikana í Gullhömrum og hefjast þeir kl. 16 og aðgangur er ókeypis.
Vorboðar vilja koma á framfæri þakklæti til Mosfellsbæjar, FaMos (Félag aldraðra í Mosfellsbæ) og allra þeirra fjölmörgu fyrirtækja og einstaklinga fyrir ómetanlegan stuðning sem gerir Vorboðum kleift að halda þetta glæsilega kóramót.
Frétt úr Mosfelling 7.tbl.2013