Eins og kunnugt er stendur Mosfellsbær á tímamótum varðandi gerð nýrra skólabygginga fyrir leik- og grunnskóla. Af því tilefni býður Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar íbúum bæjarins og þeim sem nær standa skólasamfélaginu til samráðs um skóla og skólabyggingar í nútíð og framtíð.
Eins og kunnugt er stendur Mosfellsbær á tímamótum varðandi gerð nýrra skólabygginga fyrir leik- og grunnskóla. Af því tilefni býður Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar íbúum bæjarins og þeim sem nær standa skólasamfélaginu til samráðs um skóla og skólabyggingar í nútíð og framtíð.
Fundurinn var haldinn í Varmárskóla eldri deild, laugardaginn 25. maí, kl. 10 – 12
Tilgangur fundarins er að safna saman hugmyndum íbúa, skólafólks og foreldra um hvað prýði góðan skóla og gott skólahúsnæði. Mosfellsbær mun í kjölfarið taka saman niðurstöður þessa samráðsfundar og þær nýtast sem grunnur að hugmyndum um næstu gerð skóla og skólabygginga í Mosfellsbæ.
Sérstakir fundir með sama tilgangi verða síðan haldnir með nemendum í leik- og grunnskólum bæjarins.
Boðið verður upp á morgunkaffi kl. 9:30.