Krakkar úr 8., 9. og 10. bekk eru að setja upp söngleik í félagsmiðstöðinni Bólinu. Söngleikurinn heitir Kjallarinn og var settur saman úr hugmyndavinnu krakkanna. Sagan fjallar um krakka í grunnskóla sem taka upp á því að fara í andaglas í skólanum sínum. Lenda þau í miklu klandri út frá því og þurfa að leysa úr því í sameiningu.
Félagsmiðstöðin sýnir verkið Kjallarinn. Verkið verður sýnt 1.-3. júní.
Krakkar úr 8., 9. og 10. bekk eru að setja upp söngleik í félagsmiðstöðinni Bólinu. Söngleikurinn heitir Kjallarinn og var settur saman úr hugmyndavinnu krakkanna. Sagan fjallar um krakka í grunnskóla sem taka upp á því að fara í andaglas í skólanum sínum. Lenda þau í miklu klandri út frá því og þurfa að leysa úr því í sameiningu.
Tekin eru ýmis fræg og vinsæl lög, bæði íslensk og erlend. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og tilraunarkennt verkefni, þar sem leikur og söngur eru ekki einu listformin, heldur blandast líka kvikmyndagerð og hljóðlist við.
Sýningar á Kjallaranum standa yfir 1., 2. og 3. júní og eru allir velkomnir.
Nánari upplýsingar eru í síma 566-6058.