Okkar árlega bæjarhátíð Í túninu heima verður haldin helgina 30. – 1. september.
Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð sem stendur í þrjá daga og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjölbreyttir menningarviðburðir eru í boði að vanda, barnadagskrá, tívolí, tónleikar, myndlistasýningar, útimarkaðir og íþróttaviðburðir svo fátt eitt sé nefnt.
Vilt þú taka þátt? Viðburði og dagskrárliði sem eiga að vera á hátíðinni þarf að tilkynna með tölvupósti á ituninuheima[hja]simnet.is
Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki í Mosfellsbæ eru hvattir til að taka virkan þátt í hátíðinni og ef einhverjir luma á hugmyndum eða vilja vera með viðburð Í túninu heima hjá sér þá er líka hægt að hafa samband við Daða Þór Einarsson verkefnastjóra hátíðarinnar í síma 663-9225.
Tengt efni
Hundahlaupið haldið í tengslum við bæjarhátíð
Áhersla á öryggi á bæjarhátíðinni Í túninu heima
Bæjarhátíðin Í túninu heima var formlega sett á hátíðardagskrá í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ í gær.
Starfsmenn sem hafa náð 25 ára starfsaldri heiðraðir