Á 111 ára fæðingardegi Halldórs K. Laxness kepptu tólf nemendur í 6. bekk Lágafellsskóla til úrslita í upplestrarkeppni sem kennd er við nóbelsskáldið.
Allir keppendur lásu texta og ljóð úr verkum Laxness sem þau völdu sjálf í samráði við umsjónarkennara sinn.
Sigurvegarinn, Ástríður Magnúsdóttir úr 6-KI, fékk til eignar Laxnessbikarinn og bók eftir skáldið en allir fengu viðurkenningarskjal og blóm fyrir þátttökuna. Mjög erfitt var fyrir dómarana að gera upp á milli keppenda.