Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
22. maí 2013

Sköp­un­ar­kraft­ur­inn er virkj­að­ur í tengsl­um við um­hverf­ið.

Eitt að­al­ein­kenni skóla­starfs­ins í Fram­halds­skól­an­um í Mos­fells­bæ er að kennslu­stund­irn­ar eru að mörgu leyti ný­stár­leg­ar þar sem nem­end­ur læra náms­efn­ið í gegn­um verk­efni sem þeir vinna með stuðn­ingi kenn­ara.

„Hug­mynda­fræði og kennslu­hætt­ir skól­ans ein­kenn­ast þann­ig af því að nem­end­ur eru virk­ir þátt­tak­end­ur í eig­in námi, öðl­ast sjálf­stæði og stjórna náms­hraða sín­um með góð­um stuðn­ingi kenn­ara og náms­ráð­gjafa. Not­að­ar eru fjöl­breytt­ar verk­efnamið­að­ar kennslu­að­ferð­ir og náms­mat sem er stöð­ugt í gangi og mið­ast við hug­mynd­ir um leið­sagn­ar­mat,“ seg­ir Guð­björg Að­al­bergs­dótt­ir skóla­stjóri FMOS.

Upp­lýs­inga­tækn­in er not­uð til að auka fjöl­breytni í skóla­starf­inu, kennslu­kerfi á net­inu er notað til að koma upp­lýs­ing­um, áætl­un­um, náms­efni og fyr­ir­mæl­um til nem­enda, auk þess sem verk­efna­skil fara að mestu fram á kennslu­kerf­inu. Hvers kyns tæki, tölv­ur, sím­ar og spjald­tölv­ur eru not­uð á marg­vís­leg­an hátt í verk­efna­vinn­unni.

Ekki sér­stak­ur prófa­tími

Ein sér­staða FMOS er að ekki er sér­stak­ur prófa­tími því að leið­sagn­ar­mat­ið fer fram alla önn­ina. Tvær síð­ustu vik­urn­ar er kennsl­an brot­in upp með verk­efna­dög­um þar sem nem­end­ur vinna loka­verk­efni í lengri lot­um en venju­lega.

FMOS legg­ur áherslu á að vera í góð­um tengsl­um við um­hverfi sitt, bæði hvað varð­ar list­ir og menn­ingu, íþrótt­ir og lýð­heilsu og ann­að það sem ein­kenn­ir mann­líf í Mos­fells­bæ. Sigrún Theo­dóra Stein­þórs­dótt­ir list­greina­kenn­ari við skól­ann er með  kemmti­lega nálg­un á kennsl­una. „Ég kenni áfanga eins og Hönn­un úr nátt­úru­efn­um, Hönn­un og blönd­uð tækni og Hönn­un úr tex­tíl­efn­um. Þess­ir áfang­ar bjóða upp á að nem­end­ur spreyti sig á ólíkri tækni og að­ferð­um hönn­un­ar í efni eins og  átt­úru­efni, gifs, papp­ír, steypu, leir, gler, vír og mis­mun­andi tex­tíl­efni. Ég vil ýta und­ir fé­lags­þroska nem­enda minna með því að leyfa þeim að kynn­ast inn­byrð­is á sinn hátt og hef tím­ana mjög frjáls­lega og af­slapp­aða. Þann­ig myndast skemmti­legt and­rúms­loft hjá nem­end­um sem virkj­ar sköp­un­ar­kraft þeirra og áhuga á fag­ur­fræði,“ seg­ir Sigrún Theo­dóra.

Nem­end­ur ánægð­ir með kennsl­una

Í Hönn­un úr nátt­úru­efn­um kenni ég nem­end­um mín­um m.a. að tálga úr trjá­teg­und­um eins og birki, ösp og víði. Við not­umst við fallin tré hérna í Mos­fells­bæ og höf­um feng­ið gef­ins efni­við frá fólki sem þarf að losa sig við tré úr görð­un­um sín­um. Eins not­um við önn­ur nátt­úru­efni eins og steina, lauf­blöð, kuð­unga og skelj­ar og í raun allt sem er í boði hérna í um­hverfi okk­ar. Við höf­um far­ið í heim­sókn í Ás­garð í Ála­fosskvos­inni og kynnst starf­sem­inni þar, því þar er ein­mitt tálg­un­in not­uð mik­ið svo úr verða fal­leg­ir hlut­ir. Í þess­um áföng­um er líka far­ið í útield­hús með hlóð­um sem Varmár­skóli hef­ur ver­ið svo al­menni­leg­ur að lána okk­ur og tálg­að­ir grillp­inn­ar sem not­að­ir eru til að grilla pyls­ur og baka brauð yfir opn­um eldi. Þetta vek­ur alltaf jafn mikla lukku,“ seg­ir Sigrún Theó­dóra. „Í áfang­an­um Hönn­un og blönd­uð tækni vinn­um við m.a. með papp­ír, gifs, leir, steypu, járn, flís­ar og fleira spenn­andi.

Í þess­um áfanga er vin­sælt að gera grím­ur, hatta, skál­ar, fig­úr­ur og fleira og í áfang­an­um Hönn­un úr tex­tíl­efn­um eru mið­að­ir við verk­efni og vinnu úr mis­mun­andi tex­tíl­efn­um eins og óró­ar, þæfð­ar næl­ur og skart, tusku­dýra­gerð, þrykk­ing á boli, hnýtt arm­bönd og margt fleira í svip­uð­um dúr. Þessi nálg­un að náms­efn­inu hef­ur reynst vel og nem­end­ur ánægð­ir með kennsl­una,“ seg­ir Sigrún Theo­dóra að lok­um.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00