Nýtt tímabil frístundaávísana að hefjast fyrir veturinn 2013-2014
Núna eru síðustu dagar til að nýta frístundaávísanir fyrir síðasta skólaár.
Sumarlestri Bókasafns Mosfellsbæjar að ljúka
Í sumar hafa um 250 börn skráð sig í sumarlesturinn, en honum lýkur nú um mánaðamótin.
Leikjanámskeið fyrir börn dagana 19. - 22. ágúst 2013
Fjögurra daga leikjanámskeið verður dagana 19. – 22. ágúst að Íþóttamiðstöðinni að Varmá í sumarlokin.
Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2013
Mosfellsbær auglýsir eftir umsóknum um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu fyrir árið 2013. Frestur umsókna er til 1.september. Þetta er annað árið í röð sem auglýst er eftir umsóknum. Í fyrra fór þátttakan fram úr öllum væntingum en þá bárust 17 umsóknir. Vegna mikillar þátttöku var efnt til sýningar á þróunar- og nýsköpunarverkefnum í Listasal Mosfellsbæjar í janúar sem var einstaklega vel heppnuð og sýndi vel þann sköpunarkraft sem býr í íbúum sveitarfélagsins.
Bókasafnið fagurskreytt fiðrildum eftir börnin
Sumarlestur í Bókasafni Mosfellsbæjar hefur staðið yfir í allt sumar eða frá 3. júní.
Hinsegin bókmenntir í Bókasafni Mosfellsbæjar
Í tilefni af Hinsegin dögum 2013 má finna fræðandi bækur á Bókasafni Mosfellsbæjar um samkynhneigð í bókahorninu Í umræðunni.
Óskað eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar 2013
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar árið 2013.
Nýtt skólahúsnæði við Þrastarhöfða
Útibú frá leikskólanum Huldubergi er nú að rísa við Þrastarhöfða. Þar verða starfræktar tvær deildir sem taka á móti 35 börnum nú síðar í mánuðinum. Í húsnæðinu verður, auk deildanna tveggja, fullbúið eldhús. Frágangur lóðarinnar verður fyrsta flokks. Áætlað er að bæta við tveimur stofum á næsta ári og að tekið verði þá aftur, eins og nú
Umsóknir í mötuneyti og frístundasel
Vegna undirbúnings á skólaárinu 2013-2014 minnum við foreldra á að sækja verður um áskrift í mötuneyti og frístundasel á hverju hausti í íbúagátt Mosfellsbæjar. Eldri umsóknir gilda ekki. Nýjar umsóknir þurfa að berast fyrir 20.ágúst. Vakin er athygli á að frá og með þessu skólaári er ekki hægt að sækja um færri en 4 tíma á viku í frístundaseli (sjá samþykkt).
Glæsileg hátíð um helgina í Mosfellsdal
Haldin verður fjölskylduhátíð í Mosfellsdalnum um verslunarmannahelgina og eru allir velunnarar Mosfellsdals velkomnir.
Verslunarmannahelgin í Mosfellsbæ 2013
Veðrið lofar ljómandi góðu yfir verslunarmannahelgina á höfuðborgarsvæðinu.
Bongóblíða í Mosfellsbæ
Á svona góðviðrisdögum eins og hafa verið undanfarna daga er alveg tilvalið að heimsækja sundlaugar bæjarins því fátt er betra fyrir líkama og sál en sund, hvort sem það sé rösklegt sund eða rólegheit í pottinum en í Mosfellsbæ eru tvær frábærar sundlaugar, LÁGAFELLSLAUG og VARMÁRLAUG.
Í túninu heima 2013 - Takið helgina frá!
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í túninu heima verður nú haldin í 10. sinn.
Hægt að senda inn tilnefningar til umhverfisviðurkenninga 2013
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar veitir árlegar viðurkenningar til þeirra sem taldir eru hafa skarað fram úr í umhverfismálum á árinu.
Sveitahátíðin Kátt í Kjósinni laugardaginn 20. júlí
Sveitahátíðin Kátt í Kjós verður haldin í sjöunda sinn laugardaginn 20. júlí. Glænýr broddur og fleira spennandi í Miðdal. Á Reynivöllum verður erindið “Ég er úr Kjósinni”, þar sem farið verður yfir vísanir til sveitarinnar í verkum Halldórs Laxness. Kjósarrétt mun iða af dýralífi
Í túninu heima 2013 - Viltu taka þátt?
Í túninu heima – Takið helgina frá!
Frábær þátttaka í Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ laugardaginn 8. júní 2013
Um 1487 Mosfellskar konur tóku þátt í Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ sem fór fram í tuttugasta og fjórða sinn, laugardaginn 8. júní. Góð þátttaka var í hlaupinu. Um 14.000 konur tóku þátt á 81 stað út um allt land og á um 17 stöðum í 11 löndum erlendis. Um 4500 konur hlupu í Garðabænum, 1487 í Mosfellsbæ, 650 á Akureyri og um 500 konur erlendis.
Friðarhlaup 2013
Friðarhlaupið fer um Mosfellsbæ fimmtudaginn 11.júlí. Þegar hlaupararnir koma til Mosfellsbæjar mun fara fram stutt friðarstund þar sem krakkar úr Aftureldingu og vinnuskóla Mosfellsbæjar ætla að gróðursetja friðartré með hlaupurum friðarhlaupsins.
Nýr upplýsingavefur fyrir ferðamenn
visitmosfellsbaer.is er nýr vefur á ensku og ætlaður til að þjónusta erlenda ferðamenn sem koma, eða hafa áhuga á að koma, til bæjarins.
Hefur einhver séð Bínó?
Vegna sérstakra aðstæðna auglýsir dýraeftirlit Mosfellsbæjar eftir týndum kisa. Bínó hefur verið týndur síðan 13 júní frá Birkiteigi 3, 270 Mosfellsbær. Hann er blandaður síams/húsköttur með blá stór augu. Hann er mjög ljúfur en getur verið fælin við fólk sem hann þekkir ekki. Ef þið hafið upplýsingar um Bínó þá vinsamlegast hafið samband: Sigrún 846-1915 eða Edith 849-5188. Það má líka senda tölvupóst á hundaeftirlit[hja]mos.is