Bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í túninu heima verður nú haldin í 10. sinn.
Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð sem stendur í þrjá daga og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.
Bærinn er klæddur í hátíðarbúning með skreytingum þar sem hvert hverfi hefur sinn lit. Fjölbreyttir menningarviðburðir eru í boði, tónleikar, myndlistasýningar, útimarkaðir og íþróttaviðburðir svo fátt eitt sé nefnt. Hátíðin hefst formlega á föstudagskvöldi með karnivalskrúðgöngu í svokallaðar Ullarnesbrekkur milli Varmár og Köldukvíslar þar sem varðeldur verður tendraður og brekkusöngur fer fram.
Hápunktur hátíðarinnar er á laugardagskvöld þegar stórtónleikar fara fram á miðbæjartorgi og stíga landsþekktar hljómsveitir ásamt heimamönnum á svið.
Brot af því sem verður í boði í ár:
- Markaðir bæði í Álafosskvos og í Mosfellsdal
- Árleg sýning flugklúbbs Mosfellsbæjar á Tungubökkum
- Barnadagskrá á Miðbæjartorgi og Tívolí
- 7 tinda hlaupið, 37 km utanvegahlaup
Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki í Mosfellsbæ eru hvött til að taka virkan þátt í hátíðinni og ef einhverjir luma á hugmyndum eða vilja era með viðburð Í túninu heima hjá sér þá má senda tölvupóst á ituninuheima[hja]simnet.is.
Tengt efni
Hundahlaupið haldið í tengslum við bæjarhátíð
Áhersla á öryggi á bæjarhátíðinni Í túninu heima
Bæjarhátíðin Í túninu heima var formlega sett á hátíðardagskrá í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ í gær.
Starfsmenn sem hafa náð 25 ára starfsaldri heiðraðir