Sveitahátíðin Kátt í Kjós verður haldin í sjöunda sinn laugardaginn 20. júlí. Glænýr broddur og fleira spennandi í Miðdal. Á Reynivöllum verður erindið “Ég er úr Kjósinni”, þar sem farið verður yfir vísanir til sveitarinnar í verkum Halldórs Laxness. Kjósarrétt mun iða af dýralífi
Kátt í KJÓSINNI
Opinn dagur laugardaginn 20. júlí 2013
Sveitahátíðin Kátt í Kjós verður haldin í sjöunda sinn laugardaginn 20. júlí. Glænýr broddur og fleira spennandi í Miðdal. Á Reynivöllum verður erindið “Ég er úr Kjósinni”, þar sem farið verður yfir vísanir til sveitarinnar í verkum Halldórs Laxness. Kjósarrétt mun iða af dýralífi sveitarinnar allt frá Stórabola niður í yrðlinginn Lúsífer, tryllt trjásala verður að Kiðafelli, 3 hraustar konur og menn munu keppa í þríþraut sem m.a. felur í sér að synda í Meðalfellsvatni. Heimsmeistaramótið í heyrúlluskreytingum verður einnig á sínum stað. Að sjálfsögðu verður hinn sívinsæli sveitamarkaður í Félagsgarði frá kl.12-17 með áherslu á íslenskt handverk, þjóðlega hönnun og krásir úr Kjósinni.
Sjá nánar á www.kjos.is eða í pdf skjali hér
DAGSKRÁ |
|
9.00-11.00 | Kjósarspretturinn, þríþraut: Marklínan við Kaffi Kjós Synt í Meðalfellsvatni – hjólað um Kjósina – hlaupið inn að Eyjatjörn |
12.00-16.00 | Kaffisala Kvenfélags Kjósarhrepps í Félagsgarði |
12.00-17.00 | Sveitamarkaður í Félagsgarði Skemmtilegur og fjölbreyttur markaður með áherslu á íslenskt handverk |
12.00-17.00 | Trjásala á Kiðafelli III |
12.00-17.00 | Gallerí Nana, Flekkudalsvegi 18 v/Meðalfellsvatn. Sími 847 8980 |
13.00-14.00 | Leiðsögn um hernámsminjar Magnús Þór Hafsteinsson er með leiðsögnina. Mæting í Hvítanes kl. 13.00 |
13.00-16.00 | Dýralíf við Kjósarrétt. Hestar, heimalningar, geitur, kálfur, yrðlingur ofl |
13.00-16.30 | Heimsmeistarakeppni í heyrúlluskreytingum á túninu v/Eyrarkot Skráning á staðnum, vegleg verðlaun í barna- og fullorðinsflokki, úrslit kynnt kl. 17 á túninu |
13.00-17.00 | Sveitabærinn Miðdalur. Bændur bjóða gestum heim, nýr broddur til sölu, söluhross til sýnis, heitt á könnunni og kynningar á vörum frá Mjólkursamsölunni |
13.00-17.00 | Keramik-vinnustofa Sjafnar Ólafs, að Eyrum 9 í Eilífsdal. S. 8627634 & 6963338 |
13.00-17.00 | Samansafnið á Kiðafelli opið |
13.00-18.00 | Veiðikortið býður veiði í Meðalfellsvatni |
16.00-17.00 | „Ég er úr Kjósinni“ erindi í Reynivallakirkju Séra Gunnar Kristjánsson tók saman vísanir til sveitarinnar í verkum Halldórs Laxness. |
16.00-18.00 | Hlaðan á Hjalla Kvikmyndasýning, lummubakstur og kynning frá Ístex á íslensku ullinni |
11.00-22.00 | Kaffi Kjós við Meðalfellsvatn, veitingar í heimilislegu andrúmslofti Hoppukastali og Hjólabátar frá kl. 14-17. Ljósmyndasýning Finnboga Björnssonar prýðir veggina. |