visitmosfellsbaer.is er nýr vefur á ensku og ætlaður til að þjónusta erlenda ferðamenn sem koma, eða hafa áhuga á að koma, til bæjarins.
Streymi ferðamanna eykst ár frá ári í Mosfellsbæ eins og á landinu öllu. Á síðunni er leitast við að koma á framfæri upplýsingum um þá þjónustu sem er til staðar bæði af hálfu sveitarfélagsins og annarra rekstraraðila. Í framhaldinu mun einnig verða unnið í að koma sambærilegum upplýsingum á framfæri á íslensku. Umsjón vefsins er í höndum starfsmanna Mosfellsbæjar. Öllum ábendingum varðandi innihald síðunnar verður tekið fagnandi og má senda á mos[hja]mos.is.
Tengt efni
Fyrsta skóflustunga fyrir íbúðir Bjargs íbúðaleigufélags í Mosfellsbæ
Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög endurnýjaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2025 til loka ársins 2027.
Álagning fasteignagjalda 2025