Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. júlí 2013

Í tún­inu heima – Tak­ið helg­ina frá!

Okk­ar ár­lega bæj­ar­há­tíð Í tún­inu heima verð­ur hald­in helg­ina 30. – 1. sept­em­ber. Há­tíð­in er sann­kölluð fjöl­skyldu­há­tíð sem stend­ur í þrjá daga og geta all­ir fund­ið eitt­hvað við sitt hæfi. Fjöl­breytt­ir menn­ing­ar­við­burð­ir eru í boði að vanda, barnadagskrá, tív­olí, tón­leik­ar, mynd­lista­sýn­ing­ar, úti­mark­að­ir og íþrótta­við­burð­ir svo fátt eitt sé nefnt.

Há­tíð­in hefst form­lega á föstu­dags­kvöldi á mið­bæj­ar­torgi Mos­fells­bæj­ar það­an sem geng­ið verð­ur í karni­val­skrúð­göngu í Ull­ar­nes­brekk­ur milli Var­már og Köldu­kvísl­ar þar sem varð­eld­ur verð­ur tendr­að­ur og brekku­söng­ur fer fram. Nýj­ung á há­tíð­inni í ár er að 7 tinda hlaup­ið sem hald­ið hef­ur ver­ið í júní síð­ustu ár verð­ur laug­ar­dag­inn 31. ág­úst og því hluti af há­tíð­inni. Skáta­fé­lag­ið Mosverj­ar ásamt Björg­un­ar­sveit­inni Kyndli hafa haft veg og vanda af hlaup­inu síð­ustu ár. Úti­mark­að­ir verða bæði í Ála­fosskvos og Mos­fells­dal.

Vilt þú taka þátt Í tún­inu heima? Við­burði og dag­skrárliði sem eiga að vera á há­tíð­inni þarf að til­kynna með tölvu­pósti á it­un­inu­heima[hja]sim­net.is

Íbú­ar, fé­laga­sam­tök og fyr­ir­tæki í Mos­fells­bæ eru  hvatt­ir til að taka virk­an þátt í há­tíð­inni og ef ein­hverj­ir luma á hug­mynd­um eða vilja vera með við­burð Í tún­inu heima hjá sér þá er líka hægt að hafa sam­band við Daða Þór Ein­ars­son verk­efna­stjóra há­tíð­ar­inn­ar í síma 663-9225.

Bær­inn skart­aði skemmti­leg­um skreyt­ing­um árið 2012 en hefð­in hef­ur ver­ið sú að hvert hverfi hef­ur feng­ið sinn lit.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00