Mosfellsbær tekur þátt í Hjólað í vinnuna 2012
Mosfellsbær hvetur alla Mosfellinga til að taka virkan þátt í heilsu- og hvatningarverkefninu Hjólað í vinnuna sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir nú í tíunda sinn dagana 9. – 29. maí 2012.
Fulltrúar ríkis og SSH semja um 10 ára tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna
Fréttatilkynning frá innanríkisráðuneyti, Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðinni 7. maí 2012.
Ályktun íbúafundar um starfsemi Sorpu
Íbúafundur sem haldinn var í Listasal Mosfellsbæjar 3. maí sl. um starfsemi SORPU bs í Álfsnesi, leggst gegn því að SORPA fái áframhaldandi starfsleyfi í Álfsnesi.
Skólagarðar 2012
Skólagarðarnir verða ekki strafræktir þetta árið. Sumarið 2011 var þeim breytt í fjölskyldugarða til að fá betri nýtingu á görðunum, þrátt fyrir það voru þeir mjög illa nýttir og var því tekin ákvörðun að bjóða ekki upp á skólagarða þetta árið en þess í stað verður hægt að leigja garð á sama stað á bakvið Varmárskóla.
ÚTBOÐ - HJÚKRUNARHEIMILI MOSFELLSBÆ
Mosfellsbær, óskar eftir tilboðum í innanhússfrágang vegna byggingar á nýju hjúkrunarheimili að Hlaðhömrum í Mosfellsbæ. Verkið nær til að gera húsið fullfrágengið að innan. Stærð hússins þegar það er fullbyggt er 2.268 m².
Kynningarfundur um aðalskipulag í Hlégarði 8. maí 2012
Nú í fyrstu og annarri viku maí gengst Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar fyrir kynningu á tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi bæjarins.
Opið fyrir umsóknir um matjurtagarða sumarið 2012
Búið er að opna fyrir almennar umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ.
Endurskoðun aðalskipulags: Kynningarfundur í Hlégarði 8. maí 2012
Í fyrstu og annarri viku maí gengst Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar fyrir kynningu á tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi bæjarins.
Bæjarfulltrúar með viðtöl 2. maí
Bæjarfulltrúanir í Mosfellsbæ, þau Bryndís Haraldsdóttir og Karl Tómasson, verða með viðtalstíma miðvikudaginn 2. maí kl. 17:00 – 18:00. Viðtölin fara fram á bæjarskrifstofunni, Þverholti 2, 2. hæð.
Mosfellsbær býður í bíó
Nú stendur yfir kvikmyndahátíð í Bíó Paradís sem ber yfirskriftina Laxness í lifandi myndum. Hátíðin er haldin í tilefni þess að liðin eru 110 ár frá fæðingu Nóbelsskáldsins. Mosfellsbær á líka afmæli í ár og að því tilefni hefur bærinn í samvinnu við Gljúfrastein ákveðið að bjóða Mosfellingum og öðrum sem þess óska frítt í bíó á eina sýningu á þessari kvikmyndahátíð.
Útboð - jarðvinna
Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna byggingu fimleikahúss við Íþróttamiðstöðina Varmá. Verkið felur í sér jarðvinnu og fyllingu á svæðinu. Grunnflötur hússins er 1218 m2Verkinu skal vera að fullu lokið 12. júní 2012.
Hreinsunarátak í Mosfellsbæ 20. apríl - 13. maí 2012
Dagana 20. apríl – 13. maí verður hreinsunarátak í Mosfellsbæ.
Raddir ungmenna - Opið hús hjá skólaskrifstofu
Síðasta opna hús Skólaskrifstofu á þessari önn verður næstkomandi miðvikudag 25. apríl í Listasal Mosfellsbæjar og að þessu sinni eru það ungmennin okkar (krakkar á aldrinum ca. 18-25) sem koma og segja okkur frá sinni sýn á bæjarfélagið
Þriðja og síðasta kvöld Menningarvors 2012
LOKASÝNING – TILBOÐ
Miðvikudaginn 25. apríl er lokasýning á hinu bráðskemmtilega leikriti Andlát við jarðarför hjá Leikfélagi Mosfellssveitar en það hefur verið fullt hús hjá leikfélaginu á nær allar sýningar. Í tilefni þess býður leikfélag Mosfellssveitar frábært tilboðsverð á þessa lokasýningu..
Listsýningin Við Suðumark
Listsýningin Við Suðumark verður haldin í Listasal Mosfellsbæjar og opnaði 21. apríl kl. 15:00. Þar sýna saman listakonurnar Elín S. M. Ólafsdóttir (Ella) og Kristín Gunnlaugsdóttir teikningar, málverk og útsaum í striga. Verk beggja eru kraftmikil og tjáningarrík. Sýningin stendur til 11. maí.
Átak í söfnun skjala og minja um íþróttastarf um land allt
Í tilefni af 100 ára afmæli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur sambandið og Félag Héraðsskjalavarða hafið samstarf um skráningu og söfnun á íþróttatengdum skjölum og minni hlutum. Það sem um ræðir er m.a. ljósmyndir, myndbönd, fundargerðir, bréf, mótaskrár, félagaskrár, bókhald, merki og annað áhugavert sem kemur í ljós.
Nemendur og kennarar frá Riga í Lettlandi í heimsókn
Vikuna 9. – 14. apríl komu 15 nemendur og 4 kennarar frá Riga í Lettlandi í heimsókn í Varmárskóla. Nemendurnir sem komu voru að endurgjalda Lesa meira um Nemendur og kennarar frá Riga í Lettlandi í heimsókn
Afturelding Íslandsmeistari í blaki kvenna í fyrsta sinn
Afturelding varð í gær Íslandsmeistari í blaki kvenna í fyrsta sinn – á sinni fyrstu leiktíð í efstu deild kvenna. Liðið vann Þrótt Nes 3-1 í hörkuleik fyrir austan.
Laxnesshátíðin 21. apríl - 6. maí 2012
Í ár eru liðin 110 ár frá fæðingu Halldórs Laxness en Halldór var fæddur þann 23. apríl 1902.