Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
24. apríl 2012

    Andlát við jarðaförMiðviku­dag­inn 25. apríl er lokasýning á hinu bráðskemmti­lega leik­riti Andlát við jarðarför hjá Leikfélagi Mos­fells­sveit­ar en það hef­ur verið fullt hús hjá leikfélag­inu á n&ael­ig;r all­ar sýning­ar. Í til­efni þess býður leikfélag Mos­fells­sveit­ar fráb&ael­ig;rt til­boðsverð á þessa lokasýningu..

    Andlát við jarðaför

    Miðviku­dag­inn 25. apríl klukk­an 20:00 verður lokasýning á leik­rit­inu Andlát við jarðarför hjá Leikfélagi Mos­fells­sveit­ar.

    Leik­ritið er byggt á bresku kvik­mynd­inni Death at a funeral eft­ir Dean Craig og leikstjóri er Guðný María Jónsdóttir.  María Guðmundsdóttir ásamt Guðnýju Maríu sáu um hand­rits­vinnu.  Eva Björg Harðardóttir hann­ar leik­mynd og búninga og Hörður Guðjóns­son lýsingu.

    Leik­ritið fjall­ar um fjölskyldu sem hitt­ist í jarðarför fjölskyld­uföður­ins. Eldri bróðir­inn, sem enn býr hjá for­eldr­um sínum ásamt konu sinni, tek­ur að sér  að skipu­leggja jarðarförina og flytja minn­ing­arorðin. Það sem upp­haf­lega virt­ist vera tiltölulega ein­falt verk­efni verður hon­um hins veg­ar fjötur um fót þegar alls kyns óv&ael­ig;ntar uppákom­ur gera jarðarförina að algjörri matröð. Of­skynj­un­ar­lyf, óþolandi gömul fr&ael­ig;nka, hroka­full­ur bróðir og kvenn­abósi, tuðandi eig­in­kona og svo dul­ar­full­ur gest­ur úr fortíð föður hans sem reyn­ir að afhjúpa hneykslandi leynd­armál hins látna.

    Þetta er bráðskemmti­leg og fynd­in sýning sem eng­inn má láta fram­hjá sér fara.

    Til­boðsverð er 1500 krónur á þessa lokasýningu (fullt verð kr. 2000.-) og miðap­ant­an­ir eru í
    síma 566 7788.  Vina­sam­leg­ast til­greinið frá hvaða fyr­irt&ael­ig;ki þig hringið til að fá þetta til­boð.

    Nánari upplýsing­ar má nálg­ast á heimasíðu leikfélags­ins, www.leik­mos.is og face­book síðu félags­ins.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00