Íbúafundur sem haldinn var í Listasal Mosfellsbæjar 3. maí sl. um starfsemi SORPU bs í Álfsnesi, leggst gegn því að SORPA fái áframhaldandi starfsleyfi í Álfsnesi.
Íbúafundurinn telur starfsemina ekki eiga heima nálægt byggð meðal annars vegna lyktarmengunar. Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til á undanförnum árum til að bregðast við lyktarmenguninni hafa ekki skilað tilætluðum árangri.
Íbúafundurinn skorar á stjórn SORPU og aðildarsveitarfélög að standa saman að því að finna nýtt framtíðarsvæði fyrir starfsemi SORPU.