Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. apríl 2012

Í ár eru lið­in 110 ár frá fæð­ingu Hall­dórs Lax­ness en Halldór var fædd­ur þann 23. apríl 1902.

Í til­efni af­mæl­is­ins eru ýms­ir við­burð­ir á döf­inni, þar á með­al kvik­mynda­há­tíð­in Lax­ness í lif­andi mynd­um í Bíó Para­dís, sýn­ing­in Bernska skálds í byrj­un ald­ar á Lands­bóka­safni, göngu­ferð­ir og tón­leik­ar. Laug­ar­dag­inn 21. apríl byrj­aði fjör­ið en Pét­ur Ár­manns­son leiddi borg­ar­göngu Í fót­spor skálds­ins. Hér fyr­ir neð­an má sjá dag­skrána í heild sinni.

21. apríl – Borg­ar­gang­an Í fót­spor skálds­ins
Göngu­ferð­in hefst við Lauga­veg 32  kl. 11 og er í sam­vinnu við Vina­fé­lag Gljúfra­steins. Leið­sögu­mað­ur er Pét­ur Ár­manns­son arki­tekt.

22. apríl – Úr ljóð­um Lax­ness
Kammerkór Norð­ur­lands und­ir stjórn Guð­mund­ar Óla Gunn­ars­son­ar verð­ur í Hörpu með tón­leika kl. 20.

23. apríl – Bernska skálds í byrj­un ald­ar
Form­leg opn­un á sýn­ingu í Þjóð­ar­bók­hlöð­unni sem stend­ur fram í sept­em­ber.

23. – 28. apríl – Lax­ness í lif­andi mynd­um
Lax­nesskvik­mynda­vika í sam­vinnu við Bíó Para­dís og RÚV.

29. apríl – Verk mán­að­ar­ins
Sím­on Jón Jó­hanns­son fjall­ar um bók­ina Gljúfra­steinn – hús skálds­ins sem kom út hjá For­laginu fyr­ir skömmu.

1. maí – Út­gáfu­tón­leik­ar Tóm­a­s­ar R. Ein­ars­son­ar
Út­gáfu­tón­leik­ar á diski Tóm­a­s­ar R og fé­laga sem heit­ir Lax­ness. Tón­leik­arn­ir verða kl. 16 og 18 á Gljúfra­steini.

6. maí – Göngu­ferð í Mos­fells­daln­um
Ferða­fé­lag Ís­lands og Vina­fé­lag Gljúfra­steins standa fyr­ir göngu­ferð í Mos­fells­dal sem hefst kl. 10.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00