Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
26. apríl 2012

Dag­ana 20. apríl – 13. maí verð­ur hreins­un­ar­átak í Mos­fells­bæ.

Á því tíma­bili eru íbú­ar Mos­fells­bæj­ar hvatt­ir til að hreinsa í kring­um hús sín og næsta um­hverfi. Nú hill­ir í  vor­ið og því tíma­bært að fjar­lægja rusl eft­ir vet­ur­inn.

Starfs­fólk Áhalda­húss verð­ur á ferð­inni á þessu tíma­bili og fjar­læg­ir garða­úrg­ang sem sett­ur hef­ur ver­ið út fyr­ir lóða­mörk. Fólk er hvatt til að setja garða­úrg­ang í poka og binda greina­af­klipp­ur í knippi. Gert er ráð fyr­ir að úr­gang­ur verði sótt­ur fyr­ir utan lóð­ar­mörk dag­ana fram til 13. maí.

Íbú­ar eru minnt­ir á að klippa hekk og tré sem ná inn yfir gang­stétt­ir og stíga.

Gám­ar fyr­ir garða­úrg­ang verða að­gengi­leg­ir  á tíma­bil­inu 23. apríl til 7. maí í hverf­um bæj­ar­ins og verða þeir stað­sett­ir á eft­ir­töld­um stöð­um: 

  • Holta- og Tanga­hverfi – Neð­an Þver­holts (milli Ak­ur­holts og Arn­ar­tanga)
  • Höfða og Hlíða­hverfi – Vöru­bíla­stæði við Bo­ga­tanga
  • Teiga- og Reykja­hverfi – Skar­hóla­braut ofan Reykja­veg­ar
  • Hlíð­ar­túns­hverfi – Við Að­altún
  • Helga­fells­hverfi – Efst í Brekkulandi
  • Leir­vogstunga – á af­leggj­ara að Kiw­an­is
  • Mos­fells­dal­ur – Á bíla­stæði við Þing­valla­veg

Íbúða­göt­ur verða hreins­að­ar í maí og verð­ur mið­um með nán­ari upp­lýs­ing­um dreift í hús þeg­ar nær dreg­ur.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00