Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. apríl 2012

    Nemendur og kennarar frá Riga í Lettlandi í heimsóknVik­una 9. – 14. apríl komu 15 nem­end­ur og 4 kenn­ar­ar frá Riga í Lett­landi í heimsókn í Varmárskóla. Nem­end­urn­ir sem komu voru að end­ur­gjalda Lesa meira um Nem­end­ur og kenn­ar­ar frá Riga í Lett­landi í heimsókn

    Nemendur og kennarar frá Riga í Lettlandi í heimsóknVik­una 9. – 14. apríl komu 15 nem­end­ur og 4 kenn­ar­ar frá Riga í Lett­landi í heimsókn í Varmárskóla. Nem­end­urn­ir sem komu voru að end­ur­gjalda heimsókn sem farið var í í febrúar. Haldið var  áfram að vinna að verk­efn­inu sem nem­end­ur beggja land­anna hafa unnið   að í  vet­ur.  Gest­irn­ir byrjuðu á því að skoða skólann okk­ar og síðan fóru all­ir á hest­bak hjá Hesta­mennt. Stúlk­un­um var boðið að fara í smíði í skólan­um og strákun­um í heim­il­is­fr&ael­ig;ði, en í Riga eru strákar í smíði og stelp­ur í heim­il­is­fr&ael­ig;ði. Einn­ig var gengið upp með Varmánni og hreinsað til meðfram ánni og endað í kakói og klein­um hjá Hönnu kenn­ara. Farin var skoðun­ar­ferð til Reykjavíkur ásamt því að fara nokkr­um sinn­um í sund og í leik í íþróttahúsinu. Haldið var for­eldrakvöld þar sem all­ir for­eldr­ar íslensku krakk­anna komu með mat og síðan var farið í leiki. Síðasta dag­inn var farið í dags­ferð og byrjað var á því að fara í Álfsnes þar sem við feng­um fyr­ir­lest­ur um starf­sem­ina þar og eft­ir það var keyrt á Nesja­velli, Þing­velli, Gull­foss og Geysi. Ferðin endaði síðan í sund­laug­inni að Minni-Borg.  Verk­efni sem þetta eyk­ur   mikið víðsýni og þroska nem­end­anna og und­irbúning­ur­inn var nánast algjörlega í höndum þeirra.  Þau voru með  fyr­ir­lestra um þá staði sem við heimsóttum og var því h&ael­ig;gt að samþ&ael­ig;tta und­irbúning­inn flest­um náms­grein­um skólans. 

    Við vilj­um þakka öllum krökk­un­um sem tóku þátt ásamt for­eldr­um sínum.  Einn­ig lang­ar okk­ur að þakka þeim kenn­ur­um sem hjálpuðu okk­ur að gera þetta kleift og jafn­framt Mos­fellsb&ael­ig; sem styrkti verk­efnið mynd­ar­lega.

    Hanna Bjart­mars, Sigríður Hafstað og Jóna Dís Brag­adóttir

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00