Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. maí 2012

Nú í fyrstu og ann­arri viku maí gengst Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar fyr­ir kynn­ingu á til­lögu að end­ur­skoð­uðu að­al­skipu­lagi bæj­ar­ins.

Vinna við end­ur­skoð­un­ina hófst á síð­asta kjör­tíma­bili og er stefnt að því að henni ljúki með end­an­legri sam­þykkt skipu­lags­ins síð­ar á þessu ári. Nú­gild­andi að­al­skipu­lag var sam­þykkt árið 2003 með gild­is­tíma til 2024, en end­ur­skoð­uðu skipu­lagi er ætlað að gilda til 2030.

Kynn­ing­in nú í maí er tví­þætt: Í fyrsta lagi var opið hús í Krika­skóla 3. maí og í öðru lagi verð­ur al­menn­ur kynn­ing­ar­fund­ur í Hlé­garði þriðju­dag­inn 8. maí kl. 17. Á þeim fundi munu Bryndís Har­alds­dótt­ir formað­ur skipu­lags­nefnd­ar og Gylfi Guð­jóns­son skipu­lags­ráð­gjafi flytja fram­sögu­er­indi, en síð­an verða fyr­ir­spurn­ir og al­menn­ar um­ræð­ur. Fund­ar­stjóri verð­ur Ólaf­ur Gunn­ars­son, vara­formað­ur skipu­lags­nefnd­ar.

Um er að ræða lög­bundna forkynn­ingu á til­lög­unni fyr­ir íbú­um og um­sagnar­að­il­um, þ.á.m. ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um. Að forkynn­ingu lok­inni mun bæj­ar­stjórn síð­an taka til­lög­una til af­greiðslu og sam­þykkja hana til form­legr­ar aug­lýs­ing­ar sam­kvæmt skipu­lagslög­um – eft­ir at­vik­um með ein­hverj­um breyt­ing­um í ljósi þess sem fram kann að koma í tengsl­um við forkynn­ing­una.

Helstu ný­mæli

Á með­al helstu ný­mæla í til­lög­unni mið­að við gild­andi skipu­lag má nefna breytta stefnu­mörk­un varð­andi út­færslu Vest­ur­lands­veg­ar og gatna­móta við hann með til­liti til „sam­búð­ar veg­ar og byggð­ar,“ nán­ari skil­grein­ing­ar og skil­mála um hverf­is­vernd­ar­svæði, um frí­stunda­byggð og stök sum­ar­hús í bæj­ar­land­inu og um bland­aða byggð í Mos­fells­dal, svo og til­lögu um nýtt svæði fyr­ir hest­hús og hestaí­þrótt­ir í landi Hrís­brú­ar.

Í stefnu­mörk­un sem fram kem­ur í grein­ar­gerð til­lög­unn­ar er lögð megin­á­hersla á það markmið „að í Mos­fells­bæ fái að þró­ast fjöl­breytt byggð í góð­um tengsl­um við um­hverf­ið og opin svæði, bæði mót­uð úti­vist­ar­svæði og ósnortna nátt­úru, þann­ig að ímynd bæj­ar­ins sem úti­vist­ar­bæj­ar verði við­hald­ið.“ Þar seg­ir enn­frem­ur að „leggja skuli áherslu á sér­stöðu og sjálf­stæði Mos­fells­bæj­ar en einn­ig á stöðu hans og hlut­verk í sam­felldri byggð höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.“

Byggt á mann­fjölda­spá svæð­is­skipu­lags

Í til­lög­unni er í að­al­at­rið­um byggt á mann­fjölda­spá svæð­is­skipu­lags höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, en hún ger­ir ráð fyr­ir að íbú­ar bæj­ar­ins, sem voru tæp 9.000 um síð­ustu ára­mót, verði tæp 14.000 árið 2024 og skv. fram­reikn­ingi tæp 17.000 árið 2030. Þar sem ný­bygg­ing­ar­svæð­in, sem fyr­ir hendi eru í gild­andi að­al­skipu­lagi, geta rúm­að þessa fjölg­un og vel það, eru ekki skil­greind ný slík svæði í til­lög­unni, ef frá er talin lít­ils­hátt­ar stækk­un á íbúð­ar­svæði sunn­an Lága­fells. Á fyrri­hluta skipu­lags­tíma­bils­ins verði lok­ið við upp­bygg­ingu í Krika­hverfi, Leir­vogstungu og Helga­fellslandi og bygg­ing íbúða hafin á mið­bæj­ar­svæði. Næstu bygg­ingaráfang­ar verði síð­an í Blikastaðalandi og í Lága­fellslandi og verði röð þeirra ákveð­in í fram­kvæmda­áætl­un­um bæj­ar­ins.

Mos­fell­ing­ar eru hvatt­ir til að fjöl­menna á kynn­ing­arn­ar í Krika­skóla 3. maí og Hlé­garði 8. maí, til að skyggn­ast inn í fram­tíð bæj­ar­ins og og taka þátt í að móta hana.

Vakin er at­hygli á því að hægt er að skoða til­lög­una á vef Mos­fells­bæj­ar þann­ig að áhuga­sam­ir geta kynnt sér hana fyr­ir­fram og und­ir­bú­ið sig þann­ig áður en þeir koma á kynn­ing­una.

(Þar sem að­al­skipu­lag­ið er í vinnslu taka skipu­lags­gögn­in stöð­ug­um breyt­ing­um en eft­ir­far­andi eru tengl­ar á nýj­ustu út­gáf­ur þeirra.)

Hér á vefn­um er einn­ig að finna efni um gild­andi að­al­skipu­lag 2002 – 2024 og um fyrri skref í end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags­ins.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00