Þriðja og síðasta kvöld menningarvors Mosfellsbæjar verður haldið 24. apríl kl. 20.00 – 21.30 í Bókasafni Mosfellsbæjar.
Guðlaug Ólafsdóttir, Freyja Gunnlaugsdóttir og Ástríður Alda Sigurðardóttir flytja nýjar útsetningar Atla Heimis Sveinssonar á lögum Ása í Bæ og Oddgeirs Kristjánssonar. Meðal annars verða fluttar þjóðþekktar perlur eins og Ég veit þú kemur, Maja litla, Sólbrúnir vangar og Anna Marí.
Á milli atriða lesa vinningshafar úr Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk valið efni. Þau eru Erna Jökulsdóttir, Halldór Ívar Stefánsson og Selma Sif Haraldsdóttir.
Öll velkomin og aðgangur ókeypis.
Tengt efni
Stafræn bókasafnskort í Mosfellsbæ
Lína Langsokkur mætti óvænt á sögustund
Það vakti mikla lukku í gær þegar Lína Langsokkur, Hr. Níels, Anna og Keli mættu óvænt á sögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar.
Safnanótt 2023 með pompi og pragt
Safnanótt var haldin hátíðleg í Bókasafni Mosfellsbæjar föstudaginn 3. febrúar.