Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. apríl 2012

Aft­ur­eld­ing varð í gær Ís­lands­meist­ari í blaki kvenna í fyrsta sinn – á sinni fyrstu leiktíð í efstu deild kvenna. Lið­ið vann Þrótt Nes 3-1 í hörku­leik fyr­ir aust­an.

Heimal­ið Þrótt­ar Nes kom sterkt til leiks og vann fyrstu hrin­una næsta auð­veld­lega 25-15. Aft­ur­eld­ing kom til baka í ann­arri hrinu og jafn­aði leik­inn með sigri í hrinu 2, 15-25. Þriðja hrin­an var æsispenn­andi. Aft­ur­eld­ing var með yf­ir­hönd­ina til að byrja með en það var allt í járn­um eft­ir að Þrótt­ur Nes jafn­aði 20-20. Aft­ur­eld­ing vann hrin­una 25-27 og komst því yfir 1-2 í leikn­um. Fjórða hrin­an var svip­uð þeirri þriðju og spenn­an í lokin var mik­il. Aft­ur­eld­ing vann hrin­una 22-25 og leik­inn 1-3. Þetta var önn­ur við­ur­eign lið­anna í úr­slitarimm­unni og vann Aft­ur­eld­ing rimm­una 2-0 og varð Ís­lands­meist­ari.

Það var því vel tek­ið á móti Ís­lands­meist­ur­um þeg­ar lið­ið lenti á Reykja­vík­ur­flug­velli síð­deg­is í gær eft­ir frækna för aust­ur í Nes­kaup­stað.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00