Nú stendur yfir kvikmyndahátíð í Bíó Paradís sem ber yfirskriftina Laxness í lifandi myndum. Hátíðin er haldin í tilefni þess að liðin eru 110 ár frá fæðingu Nóbelsskáldsins. Mosfellsbær á líka afmæli í ár og að því tilefni hefur bærinn í samvinnu við Gljúfrastein ákveðið að bjóða Mosfellingum og öðrum sem þess óska frítt í bíó á eina sýningu á þessari kvikmyndahátíð.
Nú stendur yfir kvikmyndahátíð í Bíó Paradís sem ber yfirskriftina Laxness í lifandi myndum. Sýndar eru flestar þær myndgerðir sem gerðar hafa verið eftir skáldsögum Halldórs Laxness. Hátíðin er haldin í tilefni þess að liðin eru 110 ár frá fæðingu Nóbelsskáldsins.
Mosfellsbær á líka afmæli í ár og að því tilefni hefur bærinn í samvinnu við Gljúfrastein ákveðið að bjóða Mosfellingum og öðrum sem þess óska frítt í bíó á eina sýningu á þessari kvikmyndahátíð. Um er að ræða sýningu á kvikmyndinni Paradísarheimt föstudaginn 27. apríl, kl. 20.
Hægt verður að sækja miða í þjónustuver Mosfellsbæjar – en einnig í miðasölu við innganginn. Vonandi verður svo mikil aðsókn að uppselt verði á sýninguna, en fyrstir koma – fyrstir fá.