Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. maí 2012

Frétta­til­kynn­ing frá inn­an­rík­is­ráðu­neyti, Sam­tök­um sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Vega­gerð­inni 7. maí 2012.

Full­trú­ar Vega­gerð­ar­inn­ar og Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu skrif­uðu í dag und­ir sam­komulag um 10 ára til­rauna­verk­efni um efl­ingu al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Til­gang­ur verk­efn­is­ins er að tvö­falda hlut­deild al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, lækka sam­göngu­kostn­að heim­ila og sam­fé­lags­ins og stuðla að sam­drætti í los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda.

Rík­is­stjórn­in heim­il­aði inn­an­rík­is­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra að ganga frá samn­ingn­um á fundi sín­um þann 17. apríl og borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur og bæj­ar­ráð allra sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem eru að­il­ar að Strætó bs. hafa sam­þykkt að veita stjórn SSH heim­ild til und­ir­rit­un­ar. Sveit­ar­fé­lög­in eru Reykja­vík, Seltjarn­ar­nes­kaup­stað­ur, Kópa­vogs­bær, Garða­bær, Hafn­ar­fjörð­ur, Sveit­ar­fé­lag­ið Álfta­nes og Mos­fells­bær.

Inn­an­rík­is­ráð­herra, fjár­mála­ráð­herra, stjórn­ar­formað­ur Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SSH) og full­trúi Vega­gerð­ar­inn­ar und­ir­rit­uðu síð­ast­lið­ið haust  vilja­yf­ir­lýs­ingu um til­rauna­verk­efn­ið og með und­ir­rit­un nú verð­ur hægt að hefja öfl­ugri þjón­ustu strax í haust.

Meg­in­markmið og til­gang­ur til­rauna­verk­efn­is­ins er m.a. eft­ir­far­andi:

  • A.m.k. að tvö­falda hlut­deild al­menn­ings­sam­gangna í öll­um ferð­um sem farn­ar eru á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á samn­ings­tím­an­um.
  • Að vinna að lækk­un á sam­göngu­kostn­aði heim­ila og sam­fé­lags­ins vegna um­ferð­ar og um­ferð­ar­slysa.
  • Að stuðla að sam­drætti í los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda í sam­ræmi við að­gerða­áætlun ís­lenskra stjórn­valda í lofts­lags­mál­um.
  • Að skapa for­send­ur til frest­un­ar á stór­um fram­kvæmd­um í sam­göngu­mann­virkj­um með öfl­ugri al­menn­ings­sam­göng­um sem dragi úr vexti bílaum­ferð­ar á stofn­brauta­kerf­inu á anna­tím­um.

Samn­ings­að­il­ar skuld­binda sig til að leggja fjár­muni til verk­efn­is­ins sem hér seg­ir:

  • Vega­gerð­in legg­ur fram 350 millj­ón­ir króna á ár­inu 2012, eft­ir það 900 millj­ón­ir króna ár­lega á samn­ings­tím­an­um og 550 millj­ón­ir króna loka­ár­ið 2022 til rekst­urs al­menn­ings­sam­gangna á starfs­svæði SSH.
  • Eig­end­ur Strætó bs. skuld­binda sig til að ár­legt fram­lag þeirra til rekst­urs Strætó bs. verði ekki lægra á samn­ings­tím­an­um en sem nem­ur fram­lagi þeirra til rekst­urs byggða­sam­lags­ins á ár­inu 2012.

Fjár­fram­lög samn­ings­að­ila skulu taka breyt­ing­um í sam­ræmi við vísi­töl­ur sem til­greind­ar eru í samn­ingn­um.

Í samn­inga­við­ræð­um hef­ur ver­ið geng­ið út frá því að vilja­yf­ir­lýs­ing­in frá sept­em­ber 2011 standi óbreytt, að rík­ið leggi 1.000 millj­ón­ir króna á ári í tíu ár í verk­efn­ið, alls 10 millj­arða króna. Til SSH fari 90% af þeirri fjár­hæð og 10% í rekst­ur al­menn­ings­sam­gangna milli höf­uð­borg­ar-svæð­is­ins og byggða­kjarna á áhrifa­svæði þess að und­an­gengn­um samn­ing­um við við­kom­andi lands­hluta­sam­tök sveit­ar­fé­laga.

Stýri­hóp­ur, skip­að­ur tveim­ur full­trú­um rík­is­ins og tveim­ur full­trú­um sveit­ar­fé­lag­anna skal hafa yf­ir­um­sjón með fram­kvæmd og úr­vinnslu samn­ings­ins. Und­ir stjórn stýri­hóps­ins verð­ur fram­vinda og ár­ang­ur verk­efn­is­ins met­inn með kerf­is­bundn­um hætti á tveggja ára fresti og samn­ing­ur­inn end­ur­skoð­að­ur. Við þessa reglu­bundnu end­ur­skoð­un skulu samn­ings­að­il­ar skil­greina að­gerð­ir og við­brögð sem þörf er á til að tryggja fram­vindu í sam­ræmi við markmið samn­ings­ins. Með­al ann­ars verða for­send­ur fyr­ir frest­un um­fangs­mik­illa vega­fram­kvæmda end­ur­metn­ar.

Starfs­hóp­ur inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins und­ir­bjó samn­ings­gerð­ina af hálfu rík­is­ins og sátu í eft­ir­tald­ir: Hreinn Har­alds­son, vega­mála­stjóri sem var formað­ur hans, Bald­ur Grét­ars­son, deild­ar­stjóri hjá Vega­gerð­inni. Jón­as Snæ­björns­son, svæð­is­stjóri, Vega­gerð­inni, Kristín H. Sig­ur­björns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri, Vega­gerð­inni. Þor­steinn R. Her­manns­son, verk­fræð­ing­ur, inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu og Ög­mund­ur Hrafn Magnús­son, fjár­mála­ráðu­neyt­inu.

Í samn­inga­nefnd SSH sátu eft­ir­far­andi: Gunn­ar Ein­ars­son, bæj­ar­stjóri sem var formað­ur henn­ar, Ár­mann Kr. Ólafs­son bæj­ar­stjóri, Ellý Katrín Guð­munds­dótt­ir borg­ar­rit­ari og Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri. Með nefnd­inni starf­aði Páll Guð­jóns­son, fram­kvæmda­stjóri SSH.

Mynd: Und­ir­rit­un samn­ings á milli Vega­gerð­ar­inn­ar og SSH fyr­ir utan Höfða, 7. maí 2012.
Hreinn Har­alds­son vega­mála­stjóri, Har­ald­ur Sverris­son Mos­fells­bæ, Jón Gn­arr Reykja­vík, Oddný G. Harð­ar­dótt­ir fjár­mála­ráð­herra, Ög­mund­ur Jónasson inn­an­rík­is­ráð­herra, Pálmi Þór Más­son Álfta­nesi, Ár­mann Kr. Ól­afson Kópa­vogi, Guð­mund­ur Rún­ar Árna­son Hafnar­firði og Gunn­ar Ein­ars­son Garða­bæ.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00