Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. maí 2012

Mos­fells­bær hvet­ur alla Mos­fell­inga til að taka virk­an þátt í heilsu- og hvatn­ing­ar­verk­efn­inu Hjólað í vinn­una sem Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­band Ís­lands stend­ur fyr­ir nú í tí­unda sinn dag­ana 9. – 29. maí 2012.

Átak­ið er tví­skipt að þessu sinni þar sem ann­ars veg­ar er um að ræða vinnu­staða­keppni þar sem keppt er um flesta þátt­töku­daga og hins veg­ar liða­keppni þar sem keppt er um flesta kíló­metra.  Í Mos­fells­bæ er að finna marga skemmti­lega hjóla­stíga og á vef bæj­ar­ins má finna hjól­reiða­kort af hjóla­leið­um ásamt kort­erskorti sem sýn­ir ferða­tíma inn­an­bæjar út frá mið­bæn­um.

Þau sem ferð­ast milli Mos­fells­bæj­ar og Reykja­vík­ur geta nýtt sér góð­an úti­vist­ar­stíg með­fram Leiru­vogi sem ligg­ur í gegn­um Grafar­vog­inn.  Hjól­reiða­sam­göng­ur milli Mos­fells­bæj­ar og Reykja­vík­ur munu síð­an verða enn betri á næstu tveim­ur árum þar sem fram­kvæmd­ir eru hafn­ar við nýj­an hjóla- og göngustíg með­fram Vest­ur­lands­vegi sem mun tengja nú­ver­andi stíga­kerfi í Mos­fells­bæ við hjól­reiða­stíga í Reykja­vík.  Stefnt er að því að fyrri hluti stíg­ar­ins sem nær að skóg­rækt­ar­svæð­inu við Hamra­hlíð verði til­bú­inn sum­ar­ið 2012 og að hann geti ver­ið full­klár­að­ur sum­ar­ið 2013.

Heilsu- og hvatn­ing­ar­verk­efn­ið Hjólað í vinn­una

Hjólað í vinn­una er heilsu- og hvatn­ing­ar­verk­efni á veg­um al­menn­ingsí­þrótta­sviðs Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Ís­lands.

Frá ár­inu 2003 hef­ur Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­band Ís­lands stað­ið mynd­ar­lega að því að efla hreyf­ingu og starfs­anda á vinnu­stöð­um með heilsu- og hvatn­ingar­átak­inu Hjólað í vinn­una. Meg­in markmið átaks­ins er að vekja at­hygli á hjól­reið­um sem heilsu­sam­leg­um, um­hverf­i­s­væn­um og hag­kvæm­um sam­göngu­máta.

Starfs­fólk vinnu­staða hér á landi hafa tek­ið vel við sér því þátt­tak­an hef­ur marg­faldast þau átta ár sem verk­efn­ið hef­ur far­ið fram. Í upp­hafi stóð átak­ið yfir í eina viku, næstu þrjú ár í tvær vik­ur og síð­ustu fimm ár í þrjár vik­ur. Hjólað í vinn­una mun fara fram dag­ana 9. – 29. maí 2012.

Hvatn­ing­ar­leik­ur Rás­ar 2 og ÍSÍ hefst mið­viku­dag­inn 2.maí og stend­ur til þriðju­dags­ins 29. maí og nú þeg­ar hafa 170 vinnu­stað­ir og þar á með­al Mos­fells­bær skráð sig til leiks í Hjólað í vinn­una 2012.

Dreg­ið verð­ur úr skráð­um lið­um dag­ana 2. til 8. maí og úr inn­send­um mynd­um og reynslu­sög­um dag­ana 9. – 29. maí í Popp­landi á Rás 2. Reið­hjóla­versl­un­in Örn­inn gef­ur glæsi­lega vinn­inga til þeirra liða sem verða dreg­in út. All­ir eru hvatt­ir til þess að drífa sig að skrá sín lið leiks til þess að eiga mögu­leika á vinn­ingi.

Mos­fells­bær ásamt Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­band Ís­lands hvetja alla vinnu­staði til að taka þátt í þessu skemmti­lega átak­ið og hvetja sitt starfs­fólk til að taka fram hjól­ið og gera það klárt.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00